Svona á að leggja bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 09:44 Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent
Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent