Subaru Impreza fær hæstu einkunn í öryggisprófi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:11 Subaru Impreza árgerð 2015. Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent
Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent