Eru háskólaritgerðir kvöð eða tækifæri? Erik Christianson Chaillot skrifar 27. nóvember 2014 10:16 Í háskólanámi er oft gerð krafa um skil lokaritgerðar, hvort sem er á grunn-, meistara- eða doktorsstigi. Þessar ritgerðir eru viðamiklar og gríðarlega mikil vinna liggur að baki ef vandað er til verka. Sjálfur hef ég kynnst því vel hversu mikill munur getur verið á jafnt þeirri vinnu sem nemendur leggja í ritgerðirnar sjálfar sem þeirri hugmyndavinnu sem á sér stað áður en ritgerðarefni er valið. Á meðan sumir reyna að komast auðveldlega frá þessu leggja aðrir mikinn metnað í verkið. Oft velja nemendur ekki sjálfir ritgerðarefni heldur fá það úthlutað frá leiðbeinanda sínum. Þá er ritgerðin alla jafna rituð við lok náms og námsleiði því stundum farinn að hrjá nemendur sem gerir að verkum að þeir reyna að ljúka ritgerðinni í flýti til að ná útskrift. Við ritgerðarskrif fer oft mikill tími í heimildaöflun og fjöldi fræðigreina, bóka og ritgerða lesnar til að fá betri og dýpri innsýn í ritgerðarefnið. Það getur því auðveldað vinnuna talsvert ef nemendur hafa áhuga á viðfangsefni sínu og um leið er gott að hafa í huga að þekkingin getur komið að kærkomnu gagni síðar.Að skera sig úr fjöldanum Það ríkir gríðarleg samkeppni á vinnumarkaði og kröfur til umsækjenda eru miklar. Það getur því reynst erfitt fyrir nýútskrifaða háskólanemendur að skera sig úr fjöldanum og öðlast atvinnutækifæri. Fagleg starfsreynsla nýútskrifaðra er oftar en ekki lítil sem engin og áhersla viðkomandi í atvinnuumsóknum fyrir vikið á menntun, meðmæli, gáfnafar og aðra persónulega eiginleika. Þarna getur lokaritgerðin komið að góðum notum sem möguleg tenging við atvinnuveitanda og jafnvel ráðið úrslitum um hvort viðkomandi hlýtur starfið. Tökum dæmi: Lögfræðistofa leitar að lögfræðingi til starfa á sviði félagaréttar. Valið stendur á milli tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem heita Jón og Gunnar. Hvorugur þeirra hefur starfsreynslu, þeir eru með svipaðar námseinkunnir, eru báðir mjög áhugasamir og stóðu sig jafn vel í viðtali. Eini sjáanlegi munurinn á umsækjendunum er sá að Jón skrifaði lokaritgerðina sína á sviði félagaréttar en Gunnar um eitthvað allt annað. Þessi munur kemur því til með að hjálpa Jóni í samanburðinum og gæti jafnvel orðið til þess að hann fái starfið. Mín ráð til háskólanemenda eru því þessi; Ekki líta á lokaritgerðina sem kvöð, eitthvað sem þú gerir einungis vegna þess að þú „verður“ að gera það. Áður en ritgerðarefni er valið mæli ég með því að nemendur velti vel fyrir sér hvað þeim þyki áhugavert, við hvað þeir væru til í að starfa og hvað gæti mögulega nýst þeim þegar á vinnumarkaðinn er komið. Einnig er sniðugt að hafa samband beint við fyrirtæki hafi nemendur áhugaverð lokaverkefni sem geta nýst þeim og þannig komið sjálfum sér á framfæri og myndað tengsl. Það mun mikill tími og vinna fara í þetta verkefni sem lokaritgerðin er og aldrei að vita nema hægt sé að uppskera starf fyrir vikið. Það er því eins gott að vanda vel til verka og líta á ritgerðina sem tækifæri til að aðgreina sig og jafnvel skara fram úr.Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi Capacent á sviði stefnumótunar og mannauðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í háskólanámi er oft gerð krafa um skil lokaritgerðar, hvort sem er á grunn-, meistara- eða doktorsstigi. Þessar ritgerðir eru viðamiklar og gríðarlega mikil vinna liggur að baki ef vandað er til verka. Sjálfur hef ég kynnst því vel hversu mikill munur getur verið á jafnt þeirri vinnu sem nemendur leggja í ritgerðirnar sjálfar sem þeirri hugmyndavinnu sem á sér stað áður en ritgerðarefni er valið. Á meðan sumir reyna að komast auðveldlega frá þessu leggja aðrir mikinn metnað í verkið. Oft velja nemendur ekki sjálfir ritgerðarefni heldur fá það úthlutað frá leiðbeinanda sínum. Þá er ritgerðin alla jafna rituð við lok náms og námsleiði því stundum farinn að hrjá nemendur sem gerir að verkum að þeir reyna að ljúka ritgerðinni í flýti til að ná útskrift. Við ritgerðarskrif fer oft mikill tími í heimildaöflun og fjöldi fræðigreina, bóka og ritgerða lesnar til að fá betri og dýpri innsýn í ritgerðarefnið. Það getur því auðveldað vinnuna talsvert ef nemendur hafa áhuga á viðfangsefni sínu og um leið er gott að hafa í huga að þekkingin getur komið að kærkomnu gagni síðar.Að skera sig úr fjöldanum Það ríkir gríðarleg samkeppni á vinnumarkaði og kröfur til umsækjenda eru miklar. Það getur því reynst erfitt fyrir nýútskrifaða háskólanemendur að skera sig úr fjöldanum og öðlast atvinnutækifæri. Fagleg starfsreynsla nýútskrifaðra er oftar en ekki lítil sem engin og áhersla viðkomandi í atvinnuumsóknum fyrir vikið á menntun, meðmæli, gáfnafar og aðra persónulega eiginleika. Þarna getur lokaritgerðin komið að góðum notum sem möguleg tenging við atvinnuveitanda og jafnvel ráðið úrslitum um hvort viðkomandi hlýtur starfið. Tökum dæmi: Lögfræðistofa leitar að lögfræðingi til starfa á sviði félagaréttar. Valið stendur á milli tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem heita Jón og Gunnar. Hvorugur þeirra hefur starfsreynslu, þeir eru með svipaðar námseinkunnir, eru báðir mjög áhugasamir og stóðu sig jafn vel í viðtali. Eini sjáanlegi munurinn á umsækjendunum er sá að Jón skrifaði lokaritgerðina sína á sviði félagaréttar en Gunnar um eitthvað allt annað. Þessi munur kemur því til með að hjálpa Jóni í samanburðinum og gæti jafnvel orðið til þess að hann fái starfið. Mín ráð til háskólanemenda eru því þessi; Ekki líta á lokaritgerðina sem kvöð, eitthvað sem þú gerir einungis vegna þess að þú „verður“ að gera það. Áður en ritgerðarefni er valið mæli ég með því að nemendur velti vel fyrir sér hvað þeim þyki áhugavert, við hvað þeir væru til í að starfa og hvað gæti mögulega nýst þeim þegar á vinnumarkaðinn er komið. Einnig er sniðugt að hafa samband beint við fyrirtæki hafi nemendur áhugaverð lokaverkefni sem geta nýst þeim og þannig komið sjálfum sér á framfæri og myndað tengsl. Það mun mikill tími og vinna fara í þetta verkefni sem lokaritgerðin er og aldrei að vita nema hægt sé að uppskera starf fyrir vikið. Það er því eins gott að vanda vel til verka og líta á ritgerðina sem tækifæri til að aðgreina sig og jafnvel skara fram úr.Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi Capacent á sviði stefnumótunar og mannauðs
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar