Viðskipti innlent

Kredia og Smálán ætla fyrir dómstóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Þjónustu Kredia og Smálánaverður haldið áfram með sama hætti og áður. Þar til endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.
Þjónustu Kredia og Smálánaverður haldið áfram með sama hætti og áður. Þar til endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir. Vísir/Valli
Fyrirtækin Kredia ehf. og Smálán ehf. munu ekki breyta þjónustu sinni vegna ákvörðunar áfrýjunarnefndar neytendamála. Nefndin segir fyrirtækin brjóta gegn lögum um neytendalán með innheimtu kostnaðar fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þannig hefur nefndin staðfest ákvörðun Neytendastofu.

Sjá nánar um niðurstöðu áfrýjunarnefndar.

Fyrirtækin Kredia og Smálán sendu frá sér samhljóðandi tilkynningu, þar sem segir að fyrirtækin telji ákvörðunina ekki vera í samræmi við lög um neytendalán. Þá ætla fyrirtækin með málið fyrir dómstóla.

Fyrirtækin kærðu ákvörðun Neytendastofu frá því í júlí þar sem stofnunin komst að þeirri niðurstöðu, gagnvart öllum smálánafyrirtækjum, að gjald fyrir flýtiafgreiðslu teldist hluti af heildarlántökukostnaði og skyldi því taka tillit til þess við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar.

Í tilkynningunni segir að fyrirtækin vilji ekki bregðast viðskiptavinum sínum með því að hætta með þá þjónustu sem í boði er. Þjónustu þeirra verður haldið áfram með sama hætti og áður. Þar til endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má sjá hér.


Tengdar fréttir

Óheimilt að rukka fyrir lánshæfismat

Smálánafyrirtækin gætu þurft að endurgreiða lántakendum gjald fyrir flýtimeðferð lánshæfismats. Áfrýjunarnefnd neytendamála segir innheimtu gjaldsins ólöglega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×