Þurfa gerendur ekki líka aðstoð? Sædís Steinólfsdóttir skrifar 30. nóvember 2014 09:00 Ofbeldi þótti feimnismál áður fyrr en nú hefur þetta málefni verið meira í umræðunni og er fólk upplýstara en áður og lætur í ljós skoðanir sínar og segir reynslusögur. Oftast eru það þolendur sem koma fram í viðtölum, skrifa greinar á fréttaveitum, bloggum eða deila sögum sínum á Facebook - þetta er eitthvað sem þarf gífurlegan kjark til þess að gera og ber ég mikla virðingu fyrir þeim. Nú þegar 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir munu þessi málefni líklega vera meira í umræðunni en áður. Hingað til hef ég einungis heyrt um úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra. Hvers vegna er ekki meira fjallað um úrræði fyrir gerendurna? Líklega er það vegna þess að það eru fordómar í samfélaginu gagnvart körlum sem beita ofbeldi - þeir eru kallaðir illum nöfnum og dæmdir harkalega. Ekki misskilja mig, ég stend ekki með gerendum en mér finnst samt sem áður að þeir eigi jafn mikinn rétt á að fá hjálp við vandamálum sínum og þolendur. Á Íslandi er ekki mikið sem stendur til boða fyrir þennan hóp. Eina meðferðarúrræðið sem sérhæfir sig í málum fyrir karla sem beita ofbeldi er: Karlar til ábyrgðar (KTÁ). Ég heimsótti Kristján Má Magnússon sálfræðing sem sér um verkefnið fyrir hönd KTÁ á Akureyri og spjallaði við hann í dágóða stund. Hann er sá eini á Akureyri sem sérhæfir sig í þessum málum. Síðan meðferðin byrjaði í desember 2012 hafa 15 karlar leitað til hans. Á höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri hafa orðið miklar framfarir og dregið hefur verulega úr ofbeldi og í sumum tilfellum hefur engu ofbeldi verið beitt eftir að meðferð hófst. Ljóst er að gerendur þurfa aðstoð við úrlausn vandamála sinna og því mikilvægt að viðeigandi úrræði standi þeim til boða. Einnig er brýnt að fólk átti sig á því að gerendur þurfa á hjálp að halda þrátt fyrir að hafa brotið af sér. Hægt er að kynna sér betur úrræðið Karlar til ábyrgðar á heimasíðu þess, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ofbeldi þótti feimnismál áður fyrr en nú hefur þetta málefni verið meira í umræðunni og er fólk upplýstara en áður og lætur í ljós skoðanir sínar og segir reynslusögur. Oftast eru það þolendur sem koma fram í viðtölum, skrifa greinar á fréttaveitum, bloggum eða deila sögum sínum á Facebook - þetta er eitthvað sem þarf gífurlegan kjark til þess að gera og ber ég mikla virðingu fyrir þeim. Nú þegar 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir munu þessi málefni líklega vera meira í umræðunni en áður. Hingað til hef ég einungis heyrt um úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra. Hvers vegna er ekki meira fjallað um úrræði fyrir gerendurna? Líklega er það vegna þess að það eru fordómar í samfélaginu gagnvart körlum sem beita ofbeldi - þeir eru kallaðir illum nöfnum og dæmdir harkalega. Ekki misskilja mig, ég stend ekki með gerendum en mér finnst samt sem áður að þeir eigi jafn mikinn rétt á að fá hjálp við vandamálum sínum og þolendur. Á Íslandi er ekki mikið sem stendur til boða fyrir þennan hóp. Eina meðferðarúrræðið sem sérhæfir sig í málum fyrir karla sem beita ofbeldi er: Karlar til ábyrgðar (KTÁ). Ég heimsótti Kristján Má Magnússon sálfræðing sem sér um verkefnið fyrir hönd KTÁ á Akureyri og spjallaði við hann í dágóða stund. Hann er sá eini á Akureyri sem sérhæfir sig í þessum málum. Síðan meðferðin byrjaði í desember 2012 hafa 15 karlar leitað til hans. Á höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri hafa orðið miklar framfarir og dregið hefur verulega úr ofbeldi og í sumum tilfellum hefur engu ofbeldi verið beitt eftir að meðferð hófst. Ljóst er að gerendur þurfa aðstoð við úrlausn vandamála sinna og því mikilvægt að viðeigandi úrræði standi þeim til boða. Einnig er brýnt að fólk átti sig á því að gerendur þurfa á hjálp að halda þrátt fyrir að hafa brotið af sér. Hægt er að kynna sér betur úrræðið Karlar til ábyrgðar á heimasíðu þess,
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar