Fiat sendibílar með Ram merki í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 11:24 Ram ProMaster City. Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent