Innlent

Mynd frá flugkennara við Keili slær í gegn á Instagram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin yfir Bláa lóninu en fleiri myndir birtust á Instgram-blogginu.
Myndin er tekin yfir Bláa lóninu en fleiri myndir birtust á Instgram-blogginu.
„Já, það er frekar fyndið að þessi mynd er núna búin að fá næstum því jafnmörg læk og allir sem búa á Íslandi,“ segir Robin Farago, flugkennari við Keili, en mynd hans af flugvél yfir Bláa lóninu var birt á Instagram-reikningi Instagram fyrr í dag. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 300.000 manns lækað við myndina. Þá var fjöldi mynda frá Robin einnig birtur á Instagram-blogginu.

„Það var bara kona frá Instagram sem sendi mér tölvupóst um daginn og spurði hvort hún mætti birta myndirnar og fjalla aðeins um þær. Ég veit ekki hversu mikil áhrif myndirnar og umfjöllunin munu hafa á aðsóknina í Keili. Ef þær verða til þess að vekja athygli á Íslandi og aðstæðum til flugs hér væri það eitt og sér frábært.“

Aðspurður um hvort aðstæður til að læra flug séu góðar á Íslandi segir Robin svo vera.

„Þær eru góðar fyrir þá sem eru kannski lengra komnir. Veðrið er svo breytilegt og náttúran í rauninni líka. Svo ég myndi segja að þetta væri mjög góður staður til að læra að fljúga.“

Robin Farago, flugkennari við Keili.
Robin var að læra lögfræði þegar hann ákvað að gefa það upp á bátinn og elta æskudrauminn um að verða flugmaður.

„Ég kom hingað til Íslands árið 2012 til að læra að fljúga við Keili. Þá vorum við þrír sem vorum að læra þar, ég og tveir Danir. Nú held ég að það séu kannski um 100 nemendur að læra flug við Keili svo skólinn hefur stækkað mjög hratt.“

Þá er bara að sjá hvort að enn fleiri komi í Keili í kjölfar mynda Robins sem vakið hafa svo mikla athygli í dag.

“Ísafjörður airport in Iceland is considered one of the most exciting and difficult landing approaches in the world,” says flight instructor Robin Farago (@robinfarago), who gave up a career in law to pursue his childhood dream of being a pilot, and trains students at the Keilir Aviation Academy (@keilir) in Iceland. “You are flying into a very tight fjord on a runway heading directly into a mountain, but it's really spectacular.” Flight training in the Iceland's windy and icy conditions can be challenging. But Robin is rewarded by the breathtaking scenery he sees everyday, from the northern lights in winter to summer's midnight sun. Robin took a recent trip to Holuhraun, an active volcano close to the Vatnajökull glacier. “To see the erupting volcano on a close, but safe distance was truly amazing, and now I realize why Iceland is called the country of fire and ice.” For more photos and videos from Robin's aviation adventures, follow @robinfarago. Photo by @robinfarago

A photo posted by Instagram (@instagram) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×