Caterham fær að keppa í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:24 Formúlu 1 bíll Caterham. Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent
Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent