Seat dregur sig frá Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 14:15 Seat Leon Cupra. Spænski bílaframleiðandinn Seat ætlar að draga sölu bíla sinna frá Rússlandi frá og með byrjun næsta árs vegna dræmrar bílasölu þar í landi. Bílasala hefur minnkað um 13% það sem af er ári í Rússlandi og hefur Seat gengið einkar illa að selja bíla þar undanfarið. Seldi Seat aðeins 78 bíla í síðasta mánuði, aðeins helming þess sem fyrirtækið seldi í sama mánuði í fyrra. Seat hefur aðeins selt 1.324 bíla í Rússlandi í ár. Í fyrra seldi Seat 3.375 bíla og er salan nú því aðeins 40% af sölunni í fyrra. Sú tala mun þó væntanlega togast eitthvað upp þar sem árið er ekki liðið. Volkswagen á Seat og hafði áætlað 5.000 til 20.000 bíla sölu Seat bíla í ár í Rússlandi en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Lækkun rúblunnar hefur heldur ekki hvatt Seat til að halda áfram sölu bíla sinna í Rússlandi. Seat rekur 21 söluútibú í 17 borgum í Rússlandi en viðvarandi tap er á rekstrinum og því ekkert annað að gera en að pakka saman og loka hurðum. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Spænski bílaframleiðandinn Seat ætlar að draga sölu bíla sinna frá Rússlandi frá og með byrjun næsta árs vegna dræmrar bílasölu þar í landi. Bílasala hefur minnkað um 13% það sem af er ári í Rússlandi og hefur Seat gengið einkar illa að selja bíla þar undanfarið. Seldi Seat aðeins 78 bíla í síðasta mánuði, aðeins helming þess sem fyrirtækið seldi í sama mánuði í fyrra. Seat hefur aðeins selt 1.324 bíla í Rússlandi í ár. Í fyrra seldi Seat 3.375 bíla og er salan nú því aðeins 40% af sölunni í fyrra. Sú tala mun þó væntanlega togast eitthvað upp þar sem árið er ekki liðið. Volkswagen á Seat og hafði áætlað 5.000 til 20.000 bíla sölu Seat bíla í ár í Rússlandi en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Lækkun rúblunnar hefur heldur ekki hvatt Seat til að halda áfram sölu bíla sinna í Rússlandi. Seat rekur 21 söluútibú í 17 borgum í Rússlandi en viðvarandi tap er á rekstrinum og því ekkert annað að gera en að pakka saman og loka hurðum.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira