Graeme McDowell í forystu eftir fyrsta hring í Kína 6. nóvember 2014 09:40 G-Mac var í stuði í nótt. AP Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér. Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér.
Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira