Bubba Watson sigraði á ótrúlegan hátt á HSBC heimsmótinu í Kína 9. nóvember 2014 11:02 Watson setti glompuhöggið á 18. holu niður af stakri snilld. AP Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum. Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum.
Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira