Land Rover Discovery Sport af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 15:40 Land Rover Discovery Sport er 7 manna lúxussportjeppi. Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent
Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent