Halastjarna lyktar eins og fyllibytta og úldin egg í hestahlöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 14:56 Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar Evrópska geimvísindastofnunin Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira