Fækkun í Þjóðkirkjunni: „Tölurnar skýr skilaboð um að við þurfum að standa okkur betur“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. október 2014 18:19 Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri. visir/Auðunn Níelsson „Þetta eru auðvitað bæði góðar og slæmar fréttir. Ég tek undir það sjónarmið að þessar tölur geti verið vísbending um aukna meðvitund einstaklinga um hvað það þýðir að lifa andlegu lífi og hverskonar andlegu lífi viðkomandi vill lifa. Kannski er bara fólk að verða meðvitaðara frelsið til að taka sjálfstæða ákvörðun,” segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri um nýjar tölur frá Þjóðskrá sem segja að fyrir hvern þann Íslending sem fæðst hefur inn í Þjóðkirkjuna síðastliðin fjögur ár hefur rúmlega einn sagt sig úr henni. Þá gengu 636 manns úr kirkjunni á tímabilinu 1. júlí til 30. september í ár en aðeins 94 nýir meðlimir voru skráðir. „En hinsvegar megum við sem kirkja ekki vera blind á það að þetta geta verið slæmar fréttir. Ef fólki finnst það ekki eiga samleið með kirkjunni, þá þurfum við að skoða á hvaða leið við erum og líta í eigin barm. Erum við sem kirkja ekki að þarfagreina samfélagið og mæta fólki þar sem það er raunverulega statt? Ég er sannfærð um að við gerum það að miklu leyti en tölurnar geta verið skýr skilaboð um að standa okkur betur og vera alltaf á tánum,” útskýrir Hildur.Þarf að skoða ýmislegt í hefðbundnu helgihaldi Hildur segir mikilvægt að vera í stanslausri sjálfskoðun. „Það má taka sem dæmi þetta hefðbundna helgihald. Kannski eru ákveðnar hefðir í helgihaldi okkar sem eru yngri kynslóðum framandi og fólki finnst ekki tala inn í þeirra aðstæður. Ég get tekið sem dæmi messutónið. Ég finn þetta alveg sjálf, að sumum finnst þetta framandi og hreinlega skrýtið. Á meðan öðrum getur þótt þetta fallegt af því að þetta er gömul hefð – við megum hins vegar ekki líta framhjá því að það eru að vaxa upp kynslóðir sem hugsa hreinlega, hvað er þetta eiginlega? Ég sé það stundum á andlitum sumra kirkjugesta að þeir hugsa: „Hvað er eiginlega í gangi hérna? Þú varst alveg eðlileg áðan og hélst fína ræðu? Af hverju ertu að gera þetta núna? Ég er svolítið farin að draga úr tóninu og hef sagt við organistana mína. Er þetta ekki bara komið gott?” segir Hildur og hlær.Margt er gert vel í kirkjunni - annað má bæta Hildur Eir segir mikilvægt að líta á þessar nýju tölur sem tækifæri. „Alveg eins og maður lítur á mistök sem tækifæri til að læra af þeim og bæta sig.. Það hvílir náttúrulega ákveðin þögn yfir sumri þeirri þjónustu sem við erum bjóða upp á, til að mynda hinni góðu og oft vönduðu sálgæslu, en hún er þess eðlis að við getum ekki hreykt okkur af henni. Hún kostar ekki neitt því að það er Þjóðkirkja í þessu landi og það er þetta samband ríkis og kirkju,” heldur hún áfram og tekur dæmi af hjónum sem standa á krossgötum í sínu hjónabandi. „Ef að hjón eru að hugsa um skilnað, en hafa gift sig í Þjóðkirkjunni og eiga börn undir lögaldri ber þeim að fara til prests til að fá sáttavottorð áður en þau geta skilið að borði og sæng. Sú heimsókn er til að mynda tækifæri til að fá sálgæslu í þessum erfiðu tímamótum. Það þýðir að það er ákveðið aðhald en fyrst og fremst umhyggja frá kirkjunni sem fólk getur þá notið á þessum erfiðu tímum.” Hún segir æskulýðsstarfið í kirkjunum þó gimsteininn. „Í barna- og æskulýðsstarfinu, þar sem börn mæta og fá félagslega innspýtingu og lífsleiknikennslu ala Jesú og tómstundastarf þeim að kostnaðarlausu, erum við að gera ótrúlega góða hluti. Þetta eru tómstundastörf óháð fjárhagsstöðu heimila þar sem allir standa jafnfætis og enginn þarf að óttast að heltast úr lestinni af þvi að hann sé ekki að standa sig eða vinna einhverja keppni, sem er ofboðslega dýrmætt í tíðaranda sem er alltaf að hræða unga fólkið og segja því að gera betur þarna er kirkjan að vinna dýrmætt starf sem fer ekki mjög hátt.”Ekki að drepast úr athyglissýki Hildur segir jafnframt að kirkjunni hafi ekki allstaðar tekist vel upp. „Okkur hefur ekki tekist vel til í því að ná til aldurshópsins frá 16 ára til 25. Þar held ég að við þurfum að leggjast undir feld. Við þurfum að vera virkari í fjölmiðlum og tilbúin að svara fjölmiðlum. Einhverjum kollegum mínum getur fundist það að ég sé að drepast úr athyglissýki, en ástæða þess að ég er dugleg að svara fjölmiðlum er sú að ég hef alltaf litið svo á að þeir séu prédikunarstóll nútímans. Við prestar og kirkjunnar þjónar eigum að vera miklu duglegri að nýta okkur samfélagsmiðla, fara í viðtöl og tala um lífsgildi á mannamáli. Ég hef áttað mig á því þegar ég er að skrifa mína pistla og er ekki með flókin guðfræðileg hugtök eða að velta mér uppúr minni guðfræðimenntun, fæ ég mestan lestur og viðbrögð. Þar sem ég ræði fyrst og fremst um það að vera manneskja og hvernig hægt er að lifa fallega og sætta sig við breyskleikana,” heldur hún áfram og segir það best við samfylgdina við Jesú. „Hann er alltaf að segja í Nýja Testamentinu að það sé í lagi að vera eins og þú ert, með kostum þínum og göllum. Ég elska þig og elskaðu líka sjálfa þig. Það er þetta sem mér liggur mest á hjarta, að undirstrika þetta,” segir Hildur.Verðum að tala mannamál „Þegar ég hlusta á fólk tala um banka og viðskipti þar sem hagfræðihugtök og flókin viðskiptafræðileg hugtök eru notuð, þá nenni ég ekki að hlusta. Ekki nema um þessi mál sé rætt á mannamáli. Ef við tölum orð Jesú á nútímamáli, í fjölmiðlum, sem er eins og ég sagði hér áðan, prédikunarstóll nútímans þá náum við til fólksins. Þá er fólk tilbúið að leggja við hlustir. Ég hef aldrei upplifað þá sem gagnrýna kirkjuna eitthvað illkvittna í okkar garð. Ég hef meira upplifað það þannig að fólk sé að pota í okkur og segja: „Halló, verið þið samferða okkur. En þið verðið að gera það þannig að við skiljum ykkur.” „Ég er alltaf svo fegin þegar fólk kemur til mín og segist hafa lesið viðtal, eða pistil eftir mig og segir að það geti hreinlega hugsað sér að fara að mæta í messu eftir lesturinn. Kirkjan býr yfir gríðarlegum mannauði sem gæti gert óendanlegt gagn með því að láta í sér heyra í opinberri umræðu.” Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
„Þetta eru auðvitað bæði góðar og slæmar fréttir. Ég tek undir það sjónarmið að þessar tölur geti verið vísbending um aukna meðvitund einstaklinga um hvað það þýðir að lifa andlegu lífi og hverskonar andlegu lífi viðkomandi vill lifa. Kannski er bara fólk að verða meðvitaðara frelsið til að taka sjálfstæða ákvörðun,” segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri um nýjar tölur frá Þjóðskrá sem segja að fyrir hvern þann Íslending sem fæðst hefur inn í Þjóðkirkjuna síðastliðin fjögur ár hefur rúmlega einn sagt sig úr henni. Þá gengu 636 manns úr kirkjunni á tímabilinu 1. júlí til 30. september í ár en aðeins 94 nýir meðlimir voru skráðir. „En hinsvegar megum við sem kirkja ekki vera blind á það að þetta geta verið slæmar fréttir. Ef fólki finnst það ekki eiga samleið með kirkjunni, þá þurfum við að skoða á hvaða leið við erum og líta í eigin barm. Erum við sem kirkja ekki að þarfagreina samfélagið og mæta fólki þar sem það er raunverulega statt? Ég er sannfærð um að við gerum það að miklu leyti en tölurnar geta verið skýr skilaboð um að standa okkur betur og vera alltaf á tánum,” útskýrir Hildur.Þarf að skoða ýmislegt í hefðbundnu helgihaldi Hildur segir mikilvægt að vera í stanslausri sjálfskoðun. „Það má taka sem dæmi þetta hefðbundna helgihald. Kannski eru ákveðnar hefðir í helgihaldi okkar sem eru yngri kynslóðum framandi og fólki finnst ekki tala inn í þeirra aðstæður. Ég get tekið sem dæmi messutónið. Ég finn þetta alveg sjálf, að sumum finnst þetta framandi og hreinlega skrýtið. Á meðan öðrum getur þótt þetta fallegt af því að þetta er gömul hefð – við megum hins vegar ekki líta framhjá því að það eru að vaxa upp kynslóðir sem hugsa hreinlega, hvað er þetta eiginlega? Ég sé það stundum á andlitum sumra kirkjugesta að þeir hugsa: „Hvað er eiginlega í gangi hérna? Þú varst alveg eðlileg áðan og hélst fína ræðu? Af hverju ertu að gera þetta núna? Ég er svolítið farin að draga úr tóninu og hef sagt við organistana mína. Er þetta ekki bara komið gott?” segir Hildur og hlær.Margt er gert vel í kirkjunni - annað má bæta Hildur Eir segir mikilvægt að líta á þessar nýju tölur sem tækifæri. „Alveg eins og maður lítur á mistök sem tækifæri til að læra af þeim og bæta sig.. Það hvílir náttúrulega ákveðin þögn yfir sumri þeirri þjónustu sem við erum bjóða upp á, til að mynda hinni góðu og oft vönduðu sálgæslu, en hún er þess eðlis að við getum ekki hreykt okkur af henni. Hún kostar ekki neitt því að það er Þjóðkirkja í þessu landi og það er þetta samband ríkis og kirkju,” heldur hún áfram og tekur dæmi af hjónum sem standa á krossgötum í sínu hjónabandi. „Ef að hjón eru að hugsa um skilnað, en hafa gift sig í Þjóðkirkjunni og eiga börn undir lögaldri ber þeim að fara til prests til að fá sáttavottorð áður en þau geta skilið að borði og sæng. Sú heimsókn er til að mynda tækifæri til að fá sálgæslu í þessum erfiðu tímamótum. Það þýðir að það er ákveðið aðhald en fyrst og fremst umhyggja frá kirkjunni sem fólk getur þá notið á þessum erfiðu tímum.” Hún segir æskulýðsstarfið í kirkjunum þó gimsteininn. „Í barna- og æskulýðsstarfinu, þar sem börn mæta og fá félagslega innspýtingu og lífsleiknikennslu ala Jesú og tómstundastarf þeim að kostnaðarlausu, erum við að gera ótrúlega góða hluti. Þetta eru tómstundastörf óháð fjárhagsstöðu heimila þar sem allir standa jafnfætis og enginn þarf að óttast að heltast úr lestinni af þvi að hann sé ekki að standa sig eða vinna einhverja keppni, sem er ofboðslega dýrmætt í tíðaranda sem er alltaf að hræða unga fólkið og segja því að gera betur þarna er kirkjan að vinna dýrmætt starf sem fer ekki mjög hátt.”Ekki að drepast úr athyglissýki Hildur segir jafnframt að kirkjunni hafi ekki allstaðar tekist vel upp. „Okkur hefur ekki tekist vel til í því að ná til aldurshópsins frá 16 ára til 25. Þar held ég að við þurfum að leggjast undir feld. Við þurfum að vera virkari í fjölmiðlum og tilbúin að svara fjölmiðlum. Einhverjum kollegum mínum getur fundist það að ég sé að drepast úr athyglissýki, en ástæða þess að ég er dugleg að svara fjölmiðlum er sú að ég hef alltaf litið svo á að þeir séu prédikunarstóll nútímans. Við prestar og kirkjunnar þjónar eigum að vera miklu duglegri að nýta okkur samfélagsmiðla, fara í viðtöl og tala um lífsgildi á mannamáli. Ég hef áttað mig á því þegar ég er að skrifa mína pistla og er ekki með flókin guðfræðileg hugtök eða að velta mér uppúr minni guðfræðimenntun, fæ ég mestan lestur og viðbrögð. Þar sem ég ræði fyrst og fremst um það að vera manneskja og hvernig hægt er að lifa fallega og sætta sig við breyskleikana,” heldur hún áfram og segir það best við samfylgdina við Jesú. „Hann er alltaf að segja í Nýja Testamentinu að það sé í lagi að vera eins og þú ert, með kostum þínum og göllum. Ég elska þig og elskaðu líka sjálfa þig. Það er þetta sem mér liggur mest á hjarta, að undirstrika þetta,” segir Hildur.Verðum að tala mannamál „Þegar ég hlusta á fólk tala um banka og viðskipti þar sem hagfræðihugtök og flókin viðskiptafræðileg hugtök eru notuð, þá nenni ég ekki að hlusta. Ekki nema um þessi mál sé rætt á mannamáli. Ef við tölum orð Jesú á nútímamáli, í fjölmiðlum, sem er eins og ég sagði hér áðan, prédikunarstóll nútímans þá náum við til fólksins. Þá er fólk tilbúið að leggja við hlustir. Ég hef aldrei upplifað þá sem gagnrýna kirkjuna eitthvað illkvittna í okkar garð. Ég hef meira upplifað það þannig að fólk sé að pota í okkur og segja: „Halló, verið þið samferða okkur. En þið verðið að gera það þannig að við skiljum ykkur.” „Ég er alltaf svo fegin þegar fólk kemur til mín og segist hafa lesið viðtal, eða pistil eftir mig og segir að það geti hreinlega hugsað sér að fara að mæta í messu eftir lesturinn. Kirkjan býr yfir gríðarlegum mannauði sem gæti gert óendanlegt gagn með því að láta í sér heyra í opinberri umræðu.”
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira