Ekki nota Dropbox, Facebook eða Google Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:23 Edward Snowden Vísir/Getty Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu. Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Upplýsingar bætast við titilinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu.
Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Upplýsingar bætast við titilinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira