Koltrefjar munu lækka um 90% Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:40 BMW i8 er að mestu smíðaður úr koltrefjum. Autoblog „Við munum sjá miklu meira af koltrefjum í bílum á næstunni og okkur hefur tekist að lækka verð þeirra um helming“, segir Klaus Drechsler einn þróunarstjóra BMW. BMW smíðar til dæmis i8 tvinnbílinn nær eingöngu úr koltrefjum. BMW hefur ásamt Audi staðið fyrir aukinni og breyttri framleiðslu á koltrefjum í bíla og hefur lagt 200 milljónir dollara í það þróunarstarf, eða ríflega 24 milljarða króna. Við það hefur framleiðsla koltrefja þrefaldast hjá fyrirtækjunum og er nú komin í 9.000 tonn á ári. Koltrefjar geta kostað 20 sinnum meira en stál, sem kostar ekki nema um 1 dollar kílóið og það bil þarf að minnka. Því eru bílar sem smíðaðir eru að mestu úr koltrefjum enn miklu dýrari en úr stáli, en BMW og Audi ætla að minnka bilið. Bæði fyrirtækin hafa aukið notkun sína á áli til að minnka vigt þeirra, en koltrefjar eru 30% léttari og mun sterkara efni og því þarf minna af því. Því er eftir miklu að slægjast. Búið er að fjármagna verkefnið um aukna framleiðslu og lækkun kostnaðar á koltrefjum til ársins 2017 og eftir það má búast við stóraukinni notkun efnisins í bílaframleiðslu. Stefna BMW og Audi er að nota koltrefjar í framleiðslu á venjulegum bílum og til þess er leikurinn gerður, ekki bara fyrir rándýra sportbíla. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent
„Við munum sjá miklu meira af koltrefjum í bílum á næstunni og okkur hefur tekist að lækka verð þeirra um helming“, segir Klaus Drechsler einn þróunarstjóra BMW. BMW smíðar til dæmis i8 tvinnbílinn nær eingöngu úr koltrefjum. BMW hefur ásamt Audi staðið fyrir aukinni og breyttri framleiðslu á koltrefjum í bíla og hefur lagt 200 milljónir dollara í það þróunarstarf, eða ríflega 24 milljarða króna. Við það hefur framleiðsla koltrefja þrefaldast hjá fyrirtækjunum og er nú komin í 9.000 tonn á ári. Koltrefjar geta kostað 20 sinnum meira en stál, sem kostar ekki nema um 1 dollar kílóið og það bil þarf að minnka. Því eru bílar sem smíðaðir eru að mestu úr koltrefjum enn miklu dýrari en úr stáli, en BMW og Audi ætla að minnka bilið. Bæði fyrirtækin hafa aukið notkun sína á áli til að minnka vigt þeirra, en koltrefjar eru 30% léttari og mun sterkara efni og því þarf minna af því. Því er eftir miklu að slægjast. Búið er að fjármagna verkefnið um aukna framleiðslu og lækkun kostnaðar á koltrefjum til ársins 2017 og eftir það má búast við stóraukinni notkun efnisins í bílaframleiðslu. Stefna BMW og Audi er að nota koltrefjar í framleiðslu á venjulegum bílum og til þess er leikurinn gerður, ekki bara fyrir rándýra sportbíla.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent