Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2014 14:38 "Það þarf skilning til að sjá hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða. En þegar ekki er hlustað þá eru dregnar rangar ályktanir,“ sagði verjandinn í dag. Vísir/Rósa Kostnaður við rannsókn sérstaks saksóknara á meintu markaðsmisnotkunarmáli þriggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans var hátt á annan milljarð króna. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gagnrýndi hann ákæruvaldið harðlega og sagði bæði skilning skorta á málinu ásamt því að rannsókn málsins væri ábótavant. Þá fór hann fram á að Júlíus verði sýknaður eða dæmdur til lægstu mögulegu refsingar og að allur sakarkostnaður legðist á ríkissjóð. „Ákæruvaldinu hefur tekist að gera einföld mál flókin og óskiljanleg. Yfirferð á (kauphallar) hermi er dæmi um það,“ sagði Helgi. „Útaf fyrir sig er ekkert óeðlilegt að reyna að líkja eftir raunveruleikanum með því að útbúa hermi og til að setja hlutina í eðlilegt samhengi. En það er hins vegar ekki tilgangurinn með þessum hermi því þarna er verið að slíta hlutina úr samhengi,“ bætti hann við. Helgi fór um víðan völl í málflutningi sínum enda málið stórt og viðamikið. Eitt það stærsta sem embætti sérstaks saksóknara hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins. Vék hann þó oftast nær að því hversu illa ákæruvaldið hefði borið sig að við rannsókn málsins, við öflun sönnunargagna og vægi þeirra. Þá sagði hann málið sérkennilegt og að ákæruvaldið sliti hlutina algjörlega úr samhengi. „Það er sérstök upplifun fyrir verjanda þegar búið erað eyða löngum tíma í að fara yfir ákæru með ákærða og lesa þúsundir blaðsíðna af viðamiklum gögnum sem lögð voru fram, að ákærði skuli spyrja „Fyrir hvað er ég ákærður?“. Hann spyr af fyllstu einlægni og leggur sig allan fram til að skilja fyrir hvað hann er sakaður,“ sagði Helgi og bætti við að það sé öllum sameiginlegt sem að dómsmálum koma að þurfa stundum að fást við mál sem þeir eru engir sérfræðingar í. Það þýði að leggja þurfi aðeins meira á sig til að skilja málið. „Það þarf skilning til að sjá hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða. En þegar ekki er hlustað þá eru dregnar rangar ályktanir.“ Munnlegur málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Kostnaður við rannsókn sérstaks saksóknara á meintu markaðsmisnotkunarmáli þriggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans var hátt á annan milljarð króna. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gagnrýndi hann ákæruvaldið harðlega og sagði bæði skilning skorta á málinu ásamt því að rannsókn málsins væri ábótavant. Þá fór hann fram á að Júlíus verði sýknaður eða dæmdur til lægstu mögulegu refsingar og að allur sakarkostnaður legðist á ríkissjóð. „Ákæruvaldinu hefur tekist að gera einföld mál flókin og óskiljanleg. Yfirferð á (kauphallar) hermi er dæmi um það,“ sagði Helgi. „Útaf fyrir sig er ekkert óeðlilegt að reyna að líkja eftir raunveruleikanum með því að útbúa hermi og til að setja hlutina í eðlilegt samhengi. En það er hins vegar ekki tilgangurinn með þessum hermi því þarna er verið að slíta hlutina úr samhengi,“ bætti hann við. Helgi fór um víðan völl í málflutningi sínum enda málið stórt og viðamikið. Eitt það stærsta sem embætti sérstaks saksóknara hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins. Vék hann þó oftast nær að því hversu illa ákæruvaldið hefði borið sig að við rannsókn málsins, við öflun sönnunargagna og vægi þeirra. Þá sagði hann málið sérkennilegt og að ákæruvaldið sliti hlutina algjörlega úr samhengi. „Það er sérstök upplifun fyrir verjanda þegar búið erað eyða löngum tíma í að fara yfir ákæru með ákærða og lesa þúsundir blaðsíðna af viðamiklum gögnum sem lögð voru fram, að ákærði skuli spyrja „Fyrir hvað er ég ákærður?“. Hann spyr af fyllstu einlægni og leggur sig allan fram til að skilja fyrir hvað hann er sakaður,“ sagði Helgi og bætti við að það sé öllum sameiginlegt sem að dómsmálum koma að þurfa stundum að fást við mál sem þeir eru engir sérfræðingar í. Það þýði að leggja þurfi aðeins meira á sig til að skilja málið. „Það þarf skilning til að sjá hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða. En þegar ekki er hlustað þá eru dregnar rangar ályktanir.“ Munnlegur málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00