„Ég er ekki að setja vini eða fjölskyldu í hættu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2014 14:49 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að taka á móti ebólusmituðum einstakling. vísir/gva/afp Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður segist hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að fara til Líberíu. Hann hefur nú dvalið þar í viku og leggur þar sitt af mörkum í baráttunni gegn ebólufaraldrinum sem þar nú geisar. Hann segir gagnrýnina stafa af því að ekki er búið að koma á fót viðbragðsáætlun fyrir ebólu á Íslandi. Í færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni segir hann að hann muni ekki koma til Íslands fyrr en rúmum þremur vikum eftir að hann færi frá Líberíu. Einkenni geri oftast vart við sig átta dögum eftir smit, en lengsti tími þar til smit koma fram er 21 dagur. Hann mun dvelja á sjúkrahúsi í Belgíu og verður í einangrun á meðan líklegasti tíminn til að smit komi fram er liðinn. Eftir það muni hann ferðast til Dubæ og Bandaríkjanna og takmarka á þeim tíma alla líkamlega snertingu við annað fólk. Hann kemur því ekki aftur til Íslands fyrr en upp úr miðjum nóvember. „Ég er ekki að setja íslenska heilbrigðiskerfið á hausinn ef eitthvað kæmi upp. Ég er ekki að koma til Íslands í mánuð frá heimkomu frá Líberíu. Ég er ekki að setja vini eða fjölskyldu í hættu. Ég er að fara eftir fyrirmælum virtasta sóttvarnaraðila í heiminum. Ég er í sjálfskipaðri sóttkví í landi sem er tilbúið að taka á við ebólu. Ég er með aðgang að sérfræðilækni 24/7 til að fá faglega ráðgjöf. Ég tek meðvitaðar ákvarðanir um áhættu og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ skrifar Gísli. Hann segist hafa rætt við lækna hér á landi til að tryggja að hann hefði lyf og aldrei hefði komið upp í hans máli að banna honum að fara til Líberíu. „Því miður er það svo að þörfin hér úti er ansi mikil og að við sem stundum svona starf þurfum að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir um það hvort áhættan við að fara hingað sé of mikil eða hvort hægt sé að vera með mótvægisaðgerðir sem gera þess ákvörðun réttlætanlega.“ Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður segist hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að fara til Líberíu. Hann hefur nú dvalið þar í viku og leggur þar sitt af mörkum í baráttunni gegn ebólufaraldrinum sem þar nú geisar. Hann segir gagnrýnina stafa af því að ekki er búið að koma á fót viðbragðsáætlun fyrir ebólu á Íslandi. Í færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni segir hann að hann muni ekki koma til Íslands fyrr en rúmum þremur vikum eftir að hann færi frá Líberíu. Einkenni geri oftast vart við sig átta dögum eftir smit, en lengsti tími þar til smit koma fram er 21 dagur. Hann mun dvelja á sjúkrahúsi í Belgíu og verður í einangrun á meðan líklegasti tíminn til að smit komi fram er liðinn. Eftir það muni hann ferðast til Dubæ og Bandaríkjanna og takmarka á þeim tíma alla líkamlega snertingu við annað fólk. Hann kemur því ekki aftur til Íslands fyrr en upp úr miðjum nóvember. „Ég er ekki að setja íslenska heilbrigðiskerfið á hausinn ef eitthvað kæmi upp. Ég er ekki að koma til Íslands í mánuð frá heimkomu frá Líberíu. Ég er ekki að setja vini eða fjölskyldu í hættu. Ég er að fara eftir fyrirmælum virtasta sóttvarnaraðila í heiminum. Ég er í sjálfskipaðri sóttkví í landi sem er tilbúið að taka á við ebólu. Ég er með aðgang að sérfræðilækni 24/7 til að fá faglega ráðgjöf. Ég tek meðvitaðar ákvarðanir um áhættu og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ skrifar Gísli. Hann segist hafa rætt við lækna hér á landi til að tryggja að hann hefði lyf og aldrei hefði komið upp í hans máli að banna honum að fara til Líberíu. „Því miður er það svo að þörfin hér úti er ansi mikil og að við sem stundum svona starf þurfum að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir um það hvort áhættan við að fara hingað sé of mikil eða hvort hægt sé að vera með mótvægisaðgerðir sem gera þess ákvörðun réttlætanlega.“ Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira