Karlmaður sendi 15 ára dóttur vinkonu sinnar klámfengin sms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2014 17:53 Ríkissaksóknari ákærði manninn einnig fyrir að hafa sent brotaþola fleiri klúr skilaboð en Héraðsdómur Suðurlands vísaði þeim hluta ákærunnar frá. Vísir/Getty Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda 15 ára stúlku smáskilaboð þar sem hann falaðist eftir samræði við hana. Í smáskilaboðunum stóð „Hehe, ok. Langar tig ad rida mer? Tarft ekki ad svara frekar en tu vilt.“ Ríkissaksóknari ákærði manninn einnig fyrir að hafa sent stúlkunni fleiri smáskilaboð og viðhaft í þeim kynferðislegt tal en Héraðsdómur Suðurlands vísaði þeim hluta ákærunnar frá dómi þar sem hann var ekki talinn uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til efnis ákæru. Fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan hafi þekkst í um tíu ár, eða frá því að stúlkan var 5 eða 6 ára gömul. Maðurinn var vinur móður stúlkunnar og hún hafi því treyst honum. Stúlkan sagði fyrir dómi að þau hafi fyrst talað saman á vinalegum nótum í smáskilaboðum en maðurinn átti frumkvæðið að þeim samskiptum. Síðar hafi hann farið að tala við hana um kynlíf og það hafi henni fundist óþægilegt. Maðurinn hafi meðal annars spurt hvort hún vildi stunda samfarir með honum og sagt henni að hann gæti kennt henni að fá fullnægingu ef hún kæmi í heimsókn til hans. Maðurinn sagði fyrir dómi kannast við að hluti af samskiptum hans og stúlkunnar hafi verið á kynferðislegum nótum. Hann vissi að stúlkan var 15 ára gömul en minnti að hún hafi haft frumkvæðið að samskiptunum. Þá kvaðst ákærði einnig fyrst hafa haldið að móðir stúlkunnar væri að grínast í honum. Maðurinn sagðist ekki hafa falast eftir samræði við stúlkuna en þegar smáskilaboðin voru borin undir viðurkenndi hann að hafa sent þau. Hann sagði það hins vegar af og frá að tilgangur hans hafi verið að hafa samræði við stúlkuna. Hann skýrði skilaboðin þannig að um forvitni eða hugsunarleysi af hans hálfu hafi verið að ræða. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsing væri tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsing var metin hæfileg, meðal annars þegar tekið var tillit til þess hversu lengi málið var til meðferðar í kerfinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun árs 2012 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 2 árum síðar, þann 6. janúar síðastliðinn. Ríkissaksóknari kærði frávísun hluta ákærunnar til Hæstaréttar og var dómur í því máli kveðinn upp í dag. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem þarf því að taka málið til efnislegrar meðferðar. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda 15 ára stúlku smáskilaboð þar sem hann falaðist eftir samræði við hana. Í smáskilaboðunum stóð „Hehe, ok. Langar tig ad rida mer? Tarft ekki ad svara frekar en tu vilt.“ Ríkissaksóknari ákærði manninn einnig fyrir að hafa sent stúlkunni fleiri smáskilaboð og viðhaft í þeim kynferðislegt tal en Héraðsdómur Suðurlands vísaði þeim hluta ákærunnar frá dómi þar sem hann var ekki talinn uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til efnis ákæru. Fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan hafi þekkst í um tíu ár, eða frá því að stúlkan var 5 eða 6 ára gömul. Maðurinn var vinur móður stúlkunnar og hún hafi því treyst honum. Stúlkan sagði fyrir dómi að þau hafi fyrst talað saman á vinalegum nótum í smáskilaboðum en maðurinn átti frumkvæðið að þeim samskiptum. Síðar hafi hann farið að tala við hana um kynlíf og það hafi henni fundist óþægilegt. Maðurinn hafi meðal annars spurt hvort hún vildi stunda samfarir með honum og sagt henni að hann gæti kennt henni að fá fullnægingu ef hún kæmi í heimsókn til hans. Maðurinn sagði fyrir dómi kannast við að hluti af samskiptum hans og stúlkunnar hafi verið á kynferðislegum nótum. Hann vissi að stúlkan var 15 ára gömul en minnti að hún hafi haft frumkvæðið að samskiptunum. Þá kvaðst ákærði einnig fyrst hafa haldið að móðir stúlkunnar væri að grínast í honum. Maðurinn sagðist ekki hafa falast eftir samræði við stúlkuna en þegar smáskilaboðin voru borin undir viðurkenndi hann að hafa sent þau. Hann sagði það hins vegar af og frá að tilgangur hans hafi verið að hafa samræði við stúlkuna. Hann skýrði skilaboðin þannig að um forvitni eða hugsunarleysi af hans hálfu hafi verið að ræða. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsing væri tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsing var metin hæfileg, meðal annars þegar tekið var tillit til þess hversu lengi málið var til meðferðar í kerfinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun árs 2012 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 2 árum síðar, þann 6. janúar síðastliðinn. Ríkissaksóknari kærði frávísun hluta ákærunnar til Hæstaréttar og var dómur í því máli kveðinn upp í dag. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem þarf því að taka málið til efnislegrar meðferðar.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira