Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2014 10:00 Jón Hrafn var fluttur upp á sjúkrahús eftir byltuna sem hann fékk á sunnudag Vísir/Ernir Það fór mun betur en á horfðist í tilfelli KR-ingsins Jóns Hrafns Baldvinssonar sem fékk slæma byltu í leik liðsins gegn Grindavík í Meistarakeppni KKÍ á sunnudagskvöld. Hann hlaut slæma byltu og lenti illa á bakinu. „Það fór um menn þegar hlunkurinn lenti,“ sagði hann í léttum tón við Fréttablaðið í gær. Jón Hrafn var fluttur upp á sjúkrahús en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Það kom hár skellur þegar Jón Hrafn lenti í gólfinu. „Hann ómar enn í höfðinu á mér,“ sagði hann og bætti við að það hefði farið um hann þegar fæturnir byrjuðu að titra og hann fann fyrir verk í bakinu. „Venjulega stendur maður bara upp og harkar af sér. En ég fann að mér sortnaði fyrir augum og þá byrjaði titringurinn. Þá sagði sjúkraþjálfarinn að maður ætti ekki að taka neina áhættu með svona lagað og kallaði til börurnar,“ sagði Jón Hrafn sem ætlar að taka hvíld frá æfingum í að minnsta kosti viku. „Eftir það vona ég að ég fái grænt ljós frá læknunum.“ Hann var búinn að vera inni á vellinum í aðeins fimm sekúndur þegar hann meiddist og fékk að heyra það frá liðsfélögum sínum. „Það leið ekki á löngu þar til að þeir byrjuðu að kalla mig fimm sekúndna manninn,“ sagði hann og hló. Jón Hrafn er nýgenginn til liðs við KR, uppeldisfélag sitt, eftir nokkurra ára veru hjá KFÍ á Ísafirði. „Þar var ég vanur því að spila í minnst 25 mínútur í hverjum leik og því ætlaði ég aldeilis að nota tækifærið nú og sýna mig,“ sagði Jón Hrafn Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Það fór mun betur en á horfðist í tilfelli KR-ingsins Jóns Hrafns Baldvinssonar sem fékk slæma byltu í leik liðsins gegn Grindavík í Meistarakeppni KKÍ á sunnudagskvöld. Hann hlaut slæma byltu og lenti illa á bakinu. „Það fór um menn þegar hlunkurinn lenti,“ sagði hann í léttum tón við Fréttablaðið í gær. Jón Hrafn var fluttur upp á sjúkrahús en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Það kom hár skellur þegar Jón Hrafn lenti í gólfinu. „Hann ómar enn í höfðinu á mér,“ sagði hann og bætti við að það hefði farið um hann þegar fæturnir byrjuðu að titra og hann fann fyrir verk í bakinu. „Venjulega stendur maður bara upp og harkar af sér. En ég fann að mér sortnaði fyrir augum og þá byrjaði titringurinn. Þá sagði sjúkraþjálfarinn að maður ætti ekki að taka neina áhættu með svona lagað og kallaði til börurnar,“ sagði Jón Hrafn sem ætlar að taka hvíld frá æfingum í að minnsta kosti viku. „Eftir það vona ég að ég fái grænt ljós frá læknunum.“ Hann var búinn að vera inni á vellinum í aðeins fimm sekúndur þegar hann meiddist og fékk að heyra það frá liðsfélögum sínum. „Það leið ekki á löngu þar til að þeir byrjuðu að kalla mig fimm sekúndna manninn,“ sagði hann og hló. Jón Hrafn er nýgenginn til liðs við KR, uppeldisfélag sitt, eftir nokkurra ára veru hjá KFÍ á Ísafirði. „Þar var ég vanur því að spila í minnst 25 mínútur í hverjum leik og því ætlaði ég aldeilis að nota tækifærið nú og sýna mig,“ sagði Jón Hrafn
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53