Allir bílar Benz munu fást í tvinnbílaútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 12:45 Mercedes Benz S 500 Plug-In-Hybrid. Yfirmaður þróunardeildar Mercedes Benz, Thomas Weber, hefur látið hafa eftir sér að árið 2020 munu allar framleiðslugerðir þeirra bjóðast sem Plug-In-Hybrid bílar, þ.e. bílar sem hægt er að stinga í samband við heimilsrafmagn. Þetta sagði hann við kynningu á nýjum Mercedes Benz S550 Plug-In-Hybrid bíl í síðustu viku. Brátt munu sjást slíkar útfærslur á C-Class, E-Class og GLK-Class bílunum þó ekki hafi fylgt hvenær sala muni hefjast á þeim. Hinsvegar nefndi hann að árið 2017 muni Mercedes Benz bjóða alls 10 gerðir Plug-In-Hybrid bíla. Þessir bílar verða bæði knúnir bensín- og dísilvélum og hægt verður að bjóða slíka útfærslu með hvaða vélarstærð sem er. Ekki skiptir heldur neinu máli hvort þeir verða framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, fólksbílar, jepplingar eða jeppar. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent
Yfirmaður þróunardeildar Mercedes Benz, Thomas Weber, hefur látið hafa eftir sér að árið 2020 munu allar framleiðslugerðir þeirra bjóðast sem Plug-In-Hybrid bílar, þ.e. bílar sem hægt er að stinga í samband við heimilsrafmagn. Þetta sagði hann við kynningu á nýjum Mercedes Benz S550 Plug-In-Hybrid bíl í síðustu viku. Brátt munu sjást slíkar útfærslur á C-Class, E-Class og GLK-Class bílunum þó ekki hafi fylgt hvenær sala muni hefjast á þeim. Hinsvegar nefndi hann að árið 2017 muni Mercedes Benz bjóða alls 10 gerðir Plug-In-Hybrid bíla. Þessir bílar verða bæði knúnir bensín- og dísilvélum og hægt verður að bjóða slíka útfærslu með hvaða vélarstærð sem er. Ekki skiptir heldur neinu máli hvort þeir verða framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, fólksbílar, jepplingar eða jeppar.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent