Fasteignasali gefur iPhone og sallar inn vinum á síðu sína Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2014 14:37 Hannes segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta uppátæki á eftir að gagnast honum við fasteignasöluna. Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali. Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali.
Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira