Nýr Volkswagen Polo GTI í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 17:26 Nýr Volkswagen Polo GTI með aragrúa af hestöflum í afar smáum bíl. Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent
Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent