Tom Watson gagnrýndur fyrir að hvíla Spieth og Reed 26. september 2014 21:39 Watson á Gleneagles í dag. AP/Getty Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“ Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“
Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira