Innlent

Land Roverinn fundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd af jeppanum náðist á vefmyndavél lögreglunnar á Selfossi.
Mynd af jeppanum náðist á vefmyndavél lögreglunnar á Selfossi. Mynd/Lögreglan á Selfossi
Gamall Land Rover jeppi í eigu Félags íslenskra bifreiðaeiganda, sem stolið var um seinustu helgi, er kominn í leitirnar.

Í tilkynningu frá FÍB kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn í góðri trú og unnið sé að úrlausn málsins.

Ný vefmyndavél lögreglunnar á Selfossi kom að góðum notum en fjölmargir sendu inn ábendingar um bílinn og vill FÍB þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við að finna bílinn.


Tengdar fréttir

„Þetta er helvíti skítt“

Gömlum bláum Land Rover var stolið af bílastæði FÍB um helgina, en til stóð að gera hann upp eins og gömlu þjónustubíla FÍB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×