Töldu skoðanir nemandans í andstöðu við stefnu skólans Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. september 2014 17:18 Guðbjörg er skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellssbæ. Skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ reyndi að koma í veg fyrir að nemandi, sem sagðist opinberlega vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss, byði sig fram í trúnaðarstörf fyrir nemendafélag skólans, eins og vísir greindi frá fyrr í dag.Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fundaði með skólastjórnendum vegna ákvörðunarinnar. Úr varð að skólastjórnin hætti við bannið og gat nemandinn boðið sig fram til kosninga sem fóru fram í síðustu viku. Nemandinn vann kosninguna. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari segir að skólastjórn hafi talið að hugmyndir og skoðanir nemandans hafi verið í andstöðu við forvarnarstefnu skólans og að hann er vera heilsueflandi framhaldsskóli. „Nemandinn er þekktur fyrir þessar skoðanir og við töldum þær vera í andstöðu við stefnu skólans.“Vissu að bannið héldi ekki Guðbjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi vitað að bannið hefði aldrei haldið. „Við vissum að við gætum ekki haldið þessu til streitu. En við vildum láta á það reyna.“En, ef þið vissuð að bannið héldi ekki, hver var þá tilgangurinn með þessu?„Kannski var það til að þess að ræða málin, að okkur þætti þetta ekki gott. Kannski var það til þess að fá hann til að hugsa sig um og velta þessu fyrir sér. Að hugsa um hvort honum fyndist hann vera góð fyrirmynd fyrir yngstu nemendurna, 16 ára nýnemana. Nemandinn sagðist vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss. Guðbjörg sagðist skilja að þær skoðanir þýddu ekki endilega að hann væri að tala fyrir kannabissreykingum. Margir sem eru á þeirri skoðun vilja einmitt takmarka aðgang unglinga að efninu. „En á meðan þetta er ólöglegt efni höfum við þessa afstöðu. Tveir geðlæknar komu nýlega á fund á vegum forvarnarhóps skólans sýndu þar nemendum okkar fram á að kannabissreykingar geti haft mjög alvarlegar afleiðingar.“Laufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF.Forræðishyggja í framhaldsskólum að aukastLaufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF og hún fundaði með skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ vegna málsins. Nemandinn hafði samband við SÍF og þau funduðu með skólastjórn í umboði nemandans. „Við vorum alls ekki sátt við hvernig hún [Guðbjörg] og skólastjórnin komu fram í þessu máli. En um leið og við fórum og ræddum málin þá viðurkenndu þau að þau hefðu ekki rétt fyrir sér í málinu.“ Málið varð því nokkuð auðleyst og gat drengurinn aftur boðið sig fram. Laufey segir að forræðishyggja sé að aukast í framhaldsskólum landsins. Hún segir að í lögum standi að framhaldsskólar eigi að bera ábyrgð á nemendafélögum. Laufey telur að sú ábyrgð eigi að vera fjárhagsleg og að skólastjórnir eigi að reyna að forðast að skipta sér af einstökum málum nemendafélaganna. „Skilin eru auðvitað svolítið ógreinileg. Hluti nemenda er ekki lögráða og það virðist sem skólastjórnir séu undir auknum þrýstingi frá foreldrafélögum. Við erum að fá mikið af málum inn til okkar þar sem skólastjórnendur er að taka ósanngjarna afstöðu. Eins og í þessu máli.“ Laufey segir að einnig megi horfa til nýlegra afskipta skólastjórnenda í Flensborgarskóla á því hvaða tónlistarmenn kæmu fram á nýnemaballinu sem fór fram í vikunni. Tengdar fréttir Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ reyndi að koma í veg fyrir að nemandi, sem sagðist opinberlega vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss, byði sig fram í trúnaðarstörf fyrir nemendafélag skólans, eins og vísir greindi frá fyrr í dag.Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fundaði með skólastjórnendum vegna ákvörðunarinnar. Úr varð að skólastjórnin hætti við bannið og gat nemandinn boðið sig fram til kosninga sem fóru fram í síðustu viku. Nemandinn vann kosninguna. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari segir að skólastjórn hafi talið að hugmyndir og skoðanir nemandans hafi verið í andstöðu við forvarnarstefnu skólans og að hann er vera heilsueflandi framhaldsskóli. „Nemandinn er þekktur fyrir þessar skoðanir og við töldum þær vera í andstöðu við stefnu skólans.“Vissu að bannið héldi ekki Guðbjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi vitað að bannið hefði aldrei haldið. „Við vissum að við gætum ekki haldið þessu til streitu. En við vildum láta á það reyna.“En, ef þið vissuð að bannið héldi ekki, hver var þá tilgangurinn með þessu?„Kannski var það til að þess að ræða málin, að okkur þætti þetta ekki gott. Kannski var það til þess að fá hann til að hugsa sig um og velta þessu fyrir sér. Að hugsa um hvort honum fyndist hann vera góð fyrirmynd fyrir yngstu nemendurna, 16 ára nýnemana. Nemandinn sagðist vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss. Guðbjörg sagðist skilja að þær skoðanir þýddu ekki endilega að hann væri að tala fyrir kannabissreykingum. Margir sem eru á þeirri skoðun vilja einmitt takmarka aðgang unglinga að efninu. „En á meðan þetta er ólöglegt efni höfum við þessa afstöðu. Tveir geðlæknar komu nýlega á fund á vegum forvarnarhóps skólans sýndu þar nemendum okkar fram á að kannabissreykingar geti haft mjög alvarlegar afleiðingar.“Laufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF.Forræðishyggja í framhaldsskólum að aukastLaufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF og hún fundaði með skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ vegna málsins. Nemandinn hafði samband við SÍF og þau funduðu með skólastjórn í umboði nemandans. „Við vorum alls ekki sátt við hvernig hún [Guðbjörg] og skólastjórnin komu fram í þessu máli. En um leið og við fórum og ræddum málin þá viðurkenndu þau að þau hefðu ekki rétt fyrir sér í málinu.“ Málið varð því nokkuð auðleyst og gat drengurinn aftur boðið sig fram. Laufey segir að forræðishyggja sé að aukast í framhaldsskólum landsins. Hún segir að í lögum standi að framhaldsskólar eigi að bera ábyrgð á nemendafélögum. Laufey telur að sú ábyrgð eigi að vera fjárhagsleg og að skólastjórnir eigi að reyna að forðast að skipta sér af einstökum málum nemendafélaganna. „Skilin eru auðvitað svolítið ógreinileg. Hluti nemenda er ekki lögráða og það virðist sem skólastjórnir séu undir auknum þrýstingi frá foreldrafélögum. Við erum að fá mikið af málum inn til okkar þar sem skólastjórnendur er að taka ósanngjarna afstöðu. Eins og í þessu máli.“ Laufey segir að einnig megi horfa til nýlegra afskipta skólastjórnenda í Flensborgarskóla á því hvaða tónlistarmenn kæmu fram á nýnemaballinu sem fór fram í vikunni.
Tengdar fréttir Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56