Innlent

Miklar umferðartafir á Miklubraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gísli
Töluverð töf er á umferð á Miklubrautinni nú í morgunsárið en í dag verður unnið við malbikun á Miklubraut og Sæbraut/Reykjanesbraut.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að unnið verði á kaflanum „Miklabraut brú yfir Reykjanesbraut“ og hinsvegar Reykjanesbraut/Sæbraut, fyrsta akrein og slaufur af Miklubraut inná Reykjanesbraut.

Þó nokkur lokun verður á slaufum á þessum kafla. Áætlað er að verki verði lokið um kvöldmatarleytið í kvöld.

Hjáleiðir verða merktar. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Í dag og næstu daga frá kl.10:00 til kl.23:00 verður unnið við framhjáhlaup á Kjalarnesi við Esjuberg.

Búast má við minniháttar töfum á meðan vinna stendur yfir. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×