Innlent

60 daga fangelsi: Kjálkabrotinn fyrir utan Dolly

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/ÞÖK
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þann 10. nóvember í fyrra. Dæmdi viðurkenndi brot sitt fyrir dómi.

Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmistaðinn Dollý í Hafnarstræti. Þar sló dæmdi annan mann hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að sá hlaut brot á kjálka hægra megin og skurð á höku. Dæmdi þarf einnig að greiða kæranda 532 þúsund krónur í skaðabætur ásamt vöxtum.

Refsingu dómsins er frestað til þriggja ára haldi hann skilorði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×