Massa og Bottas áfram hjá Williams Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 15:38 Filpe Massa og Valtteri Bottas, ökumenn Williams liðsins verða áfram ökumenn þess á næsta keppnistímabili. Autoblog Formúlu 1 lið Williams hefur framlengt samninga við ökumennina Felipe Massa og Valtteri Bottas og munu þeir aka fyrir liðið að minnsta kosti næsta keppnistímabil. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir Williams liðið en á þessu keppnistímabili hefur rofað til hjá Williams og liðið er nú í þriðja sæti og ökumenn þess hafa 5 sinnum komist á verðlaunapall. Ágætu gengi nú hefur helst verið þakkað Mercedes vél sem í bílum Williams er nú, en það á einnig við bíla McLaren og Force India, en þeim liðum hefur samt gengið miður en Williams. Það bendir eindregið til þess að ökumenn Williams liðsins séu nokkuð frambærilegir og á vetur setjandi. Bottas og Massa eru í fjórða og níunda sæti meðal ökumanna í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Williams liðið er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1 kappaksturins og aðeins Ferrari og McLaren hafa unnið fleiri titla gegnum tíðina. Mörg lið hafa nú þegar tryggt sér þá ökumenn sem aka munu fyrir þau á næsta tímabili, en engu að síður eru 10 sæti enn óskipuð hjá þátttökuliðunum. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent
Formúlu 1 lið Williams hefur framlengt samninga við ökumennina Felipe Massa og Valtteri Bottas og munu þeir aka fyrir liðið að minnsta kosti næsta keppnistímabil. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir Williams liðið en á þessu keppnistímabili hefur rofað til hjá Williams og liðið er nú í þriðja sæti og ökumenn þess hafa 5 sinnum komist á verðlaunapall. Ágætu gengi nú hefur helst verið þakkað Mercedes vél sem í bílum Williams er nú, en það á einnig við bíla McLaren og Force India, en þeim liðum hefur samt gengið miður en Williams. Það bendir eindregið til þess að ökumenn Williams liðsins séu nokkuð frambærilegir og á vetur setjandi. Bottas og Massa eru í fjórða og níunda sæti meðal ökumanna í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Williams liðið er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1 kappaksturins og aðeins Ferrari og McLaren hafa unnið fleiri titla gegnum tíðina. Mörg lið hafa nú þegar tryggt sér þá ökumenn sem aka munu fyrir þau á næsta tímabili, en engu að síður eru 10 sæti enn óskipuð hjá þátttökuliðunum.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent