Hunter Mahan sigraði með glæsibrag á Barclays 24. ágúst 2014 22:19 Mahan lék frábærlega um helgina. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt. Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt.
Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira