Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2014 10:31 Robert Tschenguiz sagði að við handtökurnar hafi trúverðugleiki hans stórskaðast. Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október. Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar. Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október. Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar. Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent