Már verður áfram seðlabankastjóri Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 13:45 Már Guðmundsson Vísir/GVA Már Guðmundsson hefur verið skipaður næsti bankastjóri Seðlabanka Íslands næstu fimm árin eða til ársins 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Már hefur gegnt stöðunni undanfarin fimm ár eða frá 20. ágúst árið 2009. Már er fæddur árið 1954. Hann lauk BA-gráðu í hagfræði frá háskólanum í Essex í Englandi árið 1979. Árið 1980 lauk hann svo M-phil.-gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge í Englandi. Már var hagfræðingur í Seðlabanka Íslands allt til ársins 1988. Það ár varð Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og réð Má sem efnahagsráðgjafa sinn. Már starfaði fyrir ráðherrann allt til ársins 1991. Það ár var hann ráðinn forstöðumaður hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og gegndi því starfi til ársins 1994, þegar hann varð aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann var aðalhagfræðingur til ársins 2004. Már varð síðar aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel. Hann gegndi því starfi allt þar til hann varð skipaður seðlabankastjóri á Íslandi sumarið 2009. Alls sóttu tíu um stöðu seðlabankastjóra, sem auglýst var laus til umsóknar 2. júní sl. Í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands var sérstök matsnefnd skipuð til þess að meta hæfni umsækjenda. Nefndin mat þrjá umsækjendur mjög vel hæfa til þess að hljóta embætti seðlabankastjóra, þá Friðrik Má Baldursson, Má Guðmundsson og Ragnar Árnason.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra voru:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már Baldursson Haukur Jóhannsson Íris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar Árnason Sandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn ÞorgeirssonMár Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra.Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að birta umsögn matsnefndar um hæfni umsækjenda en hún barst ráðuneytinu 17. júlí. sl. Umsögnina má sjá í viðhengi hér að neðan. Umsækjendur áttu þess kost að koma athugasemdum við umsögn nefndarinnar á framfæri við ráðuneytið. Athugasemdir bárust frá fimm þeirra og óskaði ráðuneytið því eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort hún teldi að athugasemdir umsækjenda gæfu tilefni til þess að nefndin endurskoðaði mat sitt á viðkomandi að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins. Með tölvupósti frá formanni nefndarinnar, dags. 25. júlí sl., var ráðuneytinu tilkynnt að nefndin teldi ekki að umræddar athugasemdir gæfu henni tilefni til að breyta mati sínu á einstökum umsækjendum. „Eftir að hafa yfirfarið niðurstöður nefndarinnar, hæfnismat um einstaka umsækjendur og bréf nefndarinnar vegna athugasemda umsækjenda er það niðurstaða ráðuneytisins að ekkert í þeim gögnum sé þess eðlis, með hliðsjón af sjónarmiðum um einkalífsvernd umsækjenda, að ráðuneytinu sé óheimilt að birta þau,“ segir á vefsíðu ráðuneytisins. Hafi ráðuneytið þá jafnframt í huga þau mikilvægu sjónarmið sem lúti að gagnsæi og aðhaldi gagnvart stjórnvöldum við ákvarðanatöku um skipan í þýðingarmikil opinber embætti. Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Már, Ragnar og Friðrik hæfastir Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. 18. júlí 2014 11:50 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Seðlabankastjóri upplýsir um ákvörðun sína á sunnudag Már Guðmundsson mun að öllum líkindum tilkynna um hvort hann hyggist sækja um starf seðlabankastjóra að nýju á sunnudaginn kemur. 11. júní 2014 18:22 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Már Guðmundsson hefur verið skipaður næsti bankastjóri Seðlabanka Íslands næstu fimm árin eða til ársins 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Már hefur gegnt stöðunni undanfarin fimm ár eða frá 20. ágúst árið 2009. Már er fæddur árið 1954. Hann lauk BA-gráðu í hagfræði frá háskólanum í Essex í Englandi árið 1979. Árið 1980 lauk hann svo M-phil.-gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge í Englandi. Már var hagfræðingur í Seðlabanka Íslands allt til ársins 1988. Það ár varð Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og réð Má sem efnahagsráðgjafa sinn. Már starfaði fyrir ráðherrann allt til ársins 1991. Það ár var hann ráðinn forstöðumaður hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og gegndi því starfi til ársins 1994, þegar hann varð aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann var aðalhagfræðingur til ársins 2004. Már varð síðar aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel. Hann gegndi því starfi allt þar til hann varð skipaður seðlabankastjóri á Íslandi sumarið 2009. Alls sóttu tíu um stöðu seðlabankastjóra, sem auglýst var laus til umsóknar 2. júní sl. Í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands var sérstök matsnefnd skipuð til þess að meta hæfni umsækjenda. Nefndin mat þrjá umsækjendur mjög vel hæfa til þess að hljóta embætti seðlabankastjóra, þá Friðrik Má Baldursson, Má Guðmundsson og Ragnar Árnason.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra voru:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már Baldursson Haukur Jóhannsson Íris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar Árnason Sandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn ÞorgeirssonMár Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra.Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að birta umsögn matsnefndar um hæfni umsækjenda en hún barst ráðuneytinu 17. júlí. sl. Umsögnina má sjá í viðhengi hér að neðan. Umsækjendur áttu þess kost að koma athugasemdum við umsögn nefndarinnar á framfæri við ráðuneytið. Athugasemdir bárust frá fimm þeirra og óskaði ráðuneytið því eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort hún teldi að athugasemdir umsækjenda gæfu tilefni til þess að nefndin endurskoðaði mat sitt á viðkomandi að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins. Með tölvupósti frá formanni nefndarinnar, dags. 25. júlí sl., var ráðuneytinu tilkynnt að nefndin teldi ekki að umræddar athugasemdir gæfu henni tilefni til að breyta mati sínu á einstökum umsækjendum. „Eftir að hafa yfirfarið niðurstöður nefndarinnar, hæfnismat um einstaka umsækjendur og bréf nefndarinnar vegna athugasemda umsækjenda er það niðurstaða ráðuneytisins að ekkert í þeim gögnum sé þess eðlis, með hliðsjón af sjónarmiðum um einkalífsvernd umsækjenda, að ráðuneytinu sé óheimilt að birta þau,“ segir á vefsíðu ráðuneytisins. Hafi ráðuneytið þá jafnframt í huga þau mikilvægu sjónarmið sem lúti að gagnsæi og aðhaldi gagnvart stjórnvöldum við ákvarðanatöku um skipan í þýðingarmikil opinber embætti.
Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Már, Ragnar og Friðrik hæfastir Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. 18. júlí 2014 11:50 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Seðlabankastjóri upplýsir um ákvörðun sína á sunnudag Már Guðmundsson mun að öllum líkindum tilkynna um hvort hann hyggist sækja um starf seðlabankastjóra að nýju á sunnudaginn kemur. 11. júní 2014 18:22 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01
Már, Ragnar og Friðrik hæfastir Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. 18. júlí 2014 11:50
Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21
Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51
Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55
Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21
Seðlabankastjóri upplýsir um ákvörðun sína á sunnudag Már Guðmundsson mun að öllum líkindum tilkynna um hvort hann hyggist sækja um starf seðlabankastjóra að nýju á sunnudaginn kemur. 11. júní 2014 18:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun