Viðskipti innlent

Allir geta tekið þátt í úthlutun Auroracoin

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Auroracoin.org
Allir Íslendingar geta sótt sér 318 AUR, þrátt fyrir að hafa ekki gert það í fyrstu úthlutun Auroracoin. Upprunalega stóð til að úthluta 28 AUR á mann í úthlutuninni, en vegna þess að 10,2 prósent Íslendinga sóttu sinn skammt í fyrstu úthlutun var skammturinn hækkaður í 318 AUR.

Í gær stóð í frétt sem birtist á Vísi að eingöngu þeir sem sótt hefðu skammtinn í fyrstu úthlutun gætu tekið þátt að þessu sinni. Það var ekki rétt. Hægt er að nálgast skammtinn á heimasíðu Auroracoin.

Þá gáfu aðstandendur rafmyntarinnar eina milljón AUR til nýstofnaðra íslenskra samtaka um rafræna gjaldmiðla.

Til að koma sem mestu af Auroracoin í hendur Íslendinga var ákveðið að falla frá því að úthluta 28 AUR í annarri úthlutun og þess í stað úthlutað 318 AUR. Sú upphæð kom til með því að deila þeirri upphæð sem ekki hafði verið sótt í fyrstu úthlutun, með 330 þúsund.

Það sama verður svo gert í þriðju úthlutun. Sjá má upplýsingar um hvernig Auroracoin er úthlutað hér.

Hér má sjá gengisþróun Auroracoin í samanburði við Bitcoin.


Tengdar fréttir

Auroracoin hríðfellur í verði

Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær.

Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda

Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×