Eftir að Rory McIlroy setti niður sigurpúttið á Opna breska meistaramótinu í golfi fleygði hann golfkúlunni sinni til áhorfenda en kúlan var ekki lengi að rata í uppboðssölu.
Rory sem er aðeins 25 árs gamall tryggði sér sigur á Opna breska en hann leiddi frá fyrsta degi og vann afar sannfærandi sigur. Sergio Garcia sótti að Rory á lokadeginum en náði ekki að brúa bilið og norður-írski kylfingurinn stóð uppi sem sigurvegari og vann sinn þriðja risatitil í golfi.
Lee Horner, veitingahúseigandi frá Englandi varð sá heppni sem greip bolta Rory en stuttu síðar bauð uppboðshúsið Green Jacket Auctions 10 þúsund dollara til hvers þess sem greip boltann.
Horner stökk á tækifærið og seldi boltann sem er nú kominn í almenna sölu. Hefur Nike staðfest að um sé að ræða boltann sem Rory lék með á mótinu.
Fyrir áhugasama má bjóða í boltann hér.
Golfkúla McIlroy frá Opna breska til sölu

Tengdar fréttir

Rory varð hlutskarpastur | Samantekt frá lokadeginum
Allt það helsta frá lokadegi Opna breska meistaramótsins.

Rory McIlroy stóðst pressuna og sigraði Opna breska
Norður-írski kylfingurinn stóðst áhlaup Sergio Garcia á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi í dag og tryggði sér þriðja risatitilinn sinn á ferlinum.