Innlent

Herða öryggiskröfur í flugi til Bandaríkjanna

Brjánn Jónasson skrifar
Farþegar munu ekki verða fyrir töfum þó öryggisgæsla í Keflavík kunni að verða hert.
Farþegar munu ekki verða fyrir töfum þó öryggisgæsla í Keflavík kunni að verða hert. Vísir/Anton
Farþegar í flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna þurfa ekki að reikna með töfum þrátt fyrir að öryggiskröfur hafi verið auknar vegna flugs til Bandaríkjanna á sumum flugvöllum.

„Það er ekki að vænta neinna breytinga fyrir farþega,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann vill ekki gefa upp hvort óskað hafi verið eftir hertri öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. „Farþegarnir yrðu í öllu falli ekki varið við neitt, þó svo að einhver fyrirmæli hefðu komið.“

Fréttavefur BBC greinir frá því að öryggisgæsla hafi verið hert á sumum flugvöllum vegna flugs til Bandaríkjanna, þar með talið á nokkrum breskum flugvöllum. Þrátt fyrir aukna öryggisgæslu er ekki búist við „umtalsverðum“ töfum fyrir farþega, segir Patrick McLoughlin, samgönguráðherra Bretlands, í samtali við BBC.

Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að hryðjuverkasamtök tengd al-Kaída í Sýrlandi og Jemen séu að hanna sprengjur sem eru sérstaklega hugsaðar til að smygla um borð í flugvélar.

Samkvæmt upplýsingum BBC frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna eru auknar öryggiskröfur viðbrögð við ógnum sem teknar séu alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×