Formúla 1

Rosberg er ekki Þjóðverji

Samband liðsfélaganna versnar með hverri keppni.
Samband liðsfélaganna versnar með hverri keppni. vísir/getty
Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1.

Það andar köldu á milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes, Nico Rosberg. Það samband á ekki eftir að batna eftir nýjustu ummæli Hamilton um hinn þýska liðsfélaga sinn.

"Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefur Nico aldrei verið í Þýskalandi þannig að hann er í raun ekki Þjóðverji. Þegar við vorum að keppa á kartbílum þá stóð hann aldrei við hlið þýska fánans," sagði Hamilton.

"Á brautinni þá þurftu ökumennirnir að standa við hlið stúlku með fána eða skilti. Hann stóð alltaf hjá Mónakó-skiltinu og aldrei hjá þýskum fána eða skilti. Hann er frá Þýskalandi, Finnlandi og Mónakó eða álíka."

Rosberg hefur aftur á móti verið að styrkja tengsl sín við Þýskaland og var í þýska landsliðsbúningnum fyrir síðustu keppni.

Hann er alinn upp í Mónakó en móðir hans er þýsk en faðir hans finnskur. Rosberg hefur alltaf kosið að keppa undir merkjum Þýskalands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×