Innlent

Maður fjarlægður af hóteli

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á hóteli í miðborginni klukkan 10 í morgun. Hann hafði komið sér fyrir á herbergi hótelsins og fengið mat og drykk án þess að vera skráður gestur hótelsins. Hann var undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefni og gistir nú fangageymslur.

Þá var bíll stöðvaður í morgun þar sem ökumaður var ekki belti. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og voru hann og farþegi handteknir og fluttir á lögreglustöð eftir að fíkniefni fundust í bílnum. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×