Tíu árum á undan Google Stefán Óli Jónsson skrifar 2. júní 2014 09:44 Hér má sjá hvernig gleraugun litu út. Mynd/dyson Hið stafræna landslag væri eflaust töluvert ólíkt því sem við þekkjum ef fyrirtækið Dyson, sem einna helst er þekkt fyrir þróun á nýstárlegum ryksugum og handþurrkum, hefði ekki ákveðið að leggja frumgerð sína af starfrænum gleraugum á hilluna árið 2001. Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum. Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.Gleraugun hvíldu á spöng sem fór aftur fyrir hnakkann og voru drifin áfram af lítilli tölvu ekki ósvipaðri gamaldags vasadiskói. Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now. Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired. Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hið stafræna landslag væri eflaust töluvert ólíkt því sem við þekkjum ef fyrirtækið Dyson, sem einna helst er þekkt fyrir þróun á nýstárlegum ryksugum og handþurrkum, hefði ekki ákveðið að leggja frumgerð sína af starfrænum gleraugum á hilluna árið 2001. Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum. Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.Gleraugun hvíldu á spöng sem fór aftur fyrir hnakkann og voru drifin áfram af lítilli tölvu ekki ósvipaðri gamaldags vasadiskói. Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now. Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired.
Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent