Kaupa búnað til að greina kaldhæðni á netinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 14:09 Þessi tækni mun eflaust slá í gegn hjá hinum kaldhæðnu á netinu. Mynd/getty Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira