Viðskipti innlent

Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun

Kristján Már Unnarsson skrifar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða.

Landsvirkjunarmenn kynntu stöðu fyrirtækisins og framtíðaráform á ársfundi sínum í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að þrátt fyrr erfitt rekstrarumhverfi hafi síðasta ár verið eitt besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Og þrátt fyrir að hafa staðið í byggingu Búðarhálsvirkjunar tókst Landsvirkjun á sama tíma að lækka skuldir sínar um nærri 50 milljarða króna á síðustu fjórum árum.

En það var hins vegar fjármálaráðherrann sem stal senunni með því að opna á að ríkið fengi meðeigendur í félaginu.

„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni.

Fjármálaráðherra leggur áherslu á að vinna þetta í góðri sátt og vill nota mánuðina framundan til að ræða málið og kanna hvort góð samstaða geti tekist um það. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var ráðherrann spurður hvað hann vildi selja stóran hlut. Hann nefndi 10-20 prósent en tók fram að að stíga ætti varlega til jarðar, sérstaklega til að byrja með.

„Ég væri undir öllum kringumstæðum að tala um meirihlutaeign ríkisins á fyrirtækinu áfram.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.