Söngkonan og sælkerinn Gretu Mjöll er sótt heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja.
Greta töfraði fram ljúffengt risarækjupasta og súkkulaði creme brulée í desert sem bráðnar í munni.
Höfðingjar heim að sækja er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum.

Risarækjupasta
400 g linguini (eða spaghetti)
1 msk ólífuolía
Smjör, magn eftir smekk
2 – 3 skarlottulaukar, smátt saxaðir
4-5 hvítlauksrif, smátt söxuð
Klípa af þurrkuðum chili
500 g ósoðnar risarækjur
150 ml hvítvín
1 -2 msk. sítrónusafi
1 lúka fersk steinselja, söxuð
1 fiskikrafts teningur
salt og pipar, magn eftir smekk
Hitið vel saltað vatn í stórum potti. Setjið pastað út í vatnið þegar það sýður, lækkið hitann og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið ólífuolíu og smjör á stórri pönnu, byrjið á því að steikja laukinn í örfáar mínútur eða þar til laukurinn er gullinbrúnn. Bætið rækjunum út á pönnuna og steikið þar til þær eru farnar að vera bleikar. Hellið hvítvíninu og safanum úr sítrónunni og fiskikraftinum út á pönnuna, leyfið því aðeins að sjóða niður og fjarlægið pönnuna af hitanum.
Setjið eldað pastað á pönnuna og dreifið steinseljunni yfir. Kryddið til með salti og pipar, blandið vel saman og berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.
Hvítlaukssmjör
200 g smjör, við stofuhita
3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð
Handfylli fersk steinselja, smátt söxuð
Salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
Blandið öllu saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, smjörið á að vera létt og ljóst. Smyrjið brauðsneiðar með smjörinu og dreifið rifnum osti yfir. Bakið brauðið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
Ferskt sumarsalat
Þetta salat er einstaklega ljúffengt.
300 g Mozzarella ostur
1 askja kirsuberjatómatar, smátt skornir
Handfylli fersk basilíka, smátt söxuð
Salt og pipar, magn eftir smekk
Góð ólífuolía, um það bil ½ matskeið
Aðferð:
Blandið öllu saman í skál og dreifið smá olíu yfir. Kryddið til með smá salti og pipar.

Súkkulaði creme brulée
Ómótstæðilegur desert sem bráðnar í munni.
fyrir 6
500 ml rjómi
4 eggjarauður
70 g sykur
100 g suðusúkkulaði
Salt á hnífsoddi
2 tsk vanilla
Hrásykur, magn eftir smekk
Aðferð:
Hitið ofninn í 163°C. Hellið rjómanum í pott og bætið 35 g af sykrinum og salti á hnífsoddi saman við. Hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í 5 mínútur. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman eða þar til að blandan er orðin ljós og létt í sér. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í rjómablönduna. Hellið rjómablönduni smám saman út í eggjablönduna og látið hrærivélina ganga á meðalhraða á meðan. Hellið blöndunni til jafns í 6 creme brulée mót. Hálffyllið eldfast mót af vatni og raðið mótunum í það. Vatnið á að ná upp að miðju mótanna. Bakið í 30 mínútur eða þar til búðingurinn er orðinn jafn í miðjunni.
Takið mótin úr vatnsbaðinu og kælið. Best er að kæla yfir nótt. Stráið hrásykrinum yfir mótið og brennið með litlum gasbrennara eða stuttlega á grillstillingu i ofninum. Skreytið eftirréttinn í lokin með ferskum berjum og njótið vel.