Kínverjar líta til Afríku vegna hækkandi launakostnaðar í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2014 12:01 Verkamenn í Kína eru afkastameiri en verkamenn í Afríku samkvæmt Alþjóðabankanum. Vísir/AFP Verksmiðjum kínverskra fyrirtækja hefur fjölgað í Afríku, þar sem laun eru lægri en framleiðni einnig. Áður hafa kínversk fyrirtæki flutt þúsundir Kínverja til Afríku, en nú ráða þau innfædda í meira mæli en áður. Ómenntaður verksmiðjustarfsmaður er að meðaltalið með fjórðungi lægri laun en sambærilegur kínverskur starfsmaður, samkvæmt greininni, og á næstu árum gæti Kína misst 85 milljónir verksmiðjustarfa. Frá þessu er sagt á vefnum Marketwatch.com. Í nýlegri verksmiðju Hisense í Suður-Afríku þar sem framleidd eru móðurborð í sjónvarpstæki, hafa afrískir starfsmenn unnið í innan við ár. Á þeim tíma hafa átta starfsmenn náð að jafna framleiðslu í verksmiðju í Kína. Gallinn er sá að í Kína vinna fjórir starfsmenn sama starf sem átta gera í Afríku. Alþjóðabankinn áætlar að kínverskur starfskraftur sem vinni við að sauma skyrtur, sem dæmi, framleiði tvisvar sinnum fleiri skyrtur en afrískur starfskraftur. Nýjar verksmiðjur kínverskra fyrirtækja rísa nú víða um Afríku, en þó hafa Kínverjar verið gagnrýndir fyrir mannauðsstefnur í Afríku. Tæplega helmingur svarenda könnunar sögðust hafa neikvæða mynd af mannauðsstefnum Kínverja. Í Eþíópíu kvörtuðu vegavinnumenn yfir því að kínverskir yfirmenn þeirra styttur skóflurnar sem þeir notuðu. Það var gert svo ekki væri hægt að nota skófluna til að halla sér og spjalla. Embættismenn í Kína hafa áhyggjur af gagnrýni sem beinst hefur að landinu fyrir framferði í Afríku. Kína hefur verið kallað nýja nýlenduríki Afríku. Því hafa forsvarsmenn fyrirtækja verið beðnir um að sýna sínar betri hliðar í heimsálfunni. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verksmiðjum kínverskra fyrirtækja hefur fjölgað í Afríku, þar sem laun eru lægri en framleiðni einnig. Áður hafa kínversk fyrirtæki flutt þúsundir Kínverja til Afríku, en nú ráða þau innfædda í meira mæli en áður. Ómenntaður verksmiðjustarfsmaður er að meðaltalið með fjórðungi lægri laun en sambærilegur kínverskur starfsmaður, samkvæmt greininni, og á næstu árum gæti Kína misst 85 milljónir verksmiðjustarfa. Frá þessu er sagt á vefnum Marketwatch.com. Í nýlegri verksmiðju Hisense í Suður-Afríku þar sem framleidd eru móðurborð í sjónvarpstæki, hafa afrískir starfsmenn unnið í innan við ár. Á þeim tíma hafa átta starfsmenn náð að jafna framleiðslu í verksmiðju í Kína. Gallinn er sá að í Kína vinna fjórir starfsmenn sama starf sem átta gera í Afríku. Alþjóðabankinn áætlar að kínverskur starfskraftur sem vinni við að sauma skyrtur, sem dæmi, framleiði tvisvar sinnum fleiri skyrtur en afrískur starfskraftur. Nýjar verksmiðjur kínverskra fyrirtækja rísa nú víða um Afríku, en þó hafa Kínverjar verið gagnrýndir fyrir mannauðsstefnur í Afríku. Tæplega helmingur svarenda könnunar sögðust hafa neikvæða mynd af mannauðsstefnum Kínverja. Í Eþíópíu kvörtuðu vegavinnumenn yfir því að kínverskir yfirmenn þeirra styttur skóflurnar sem þeir notuðu. Það var gert svo ekki væri hægt að nota skófluna til að halla sér og spjalla. Embættismenn í Kína hafa áhyggjur af gagnrýni sem beinst hefur að landinu fyrir framferði í Afríku. Kína hefur verið kallað nýja nýlenduríki Afríku. Því hafa forsvarsmenn fyrirtækja verið beðnir um að sýna sínar betri hliðar í heimsálfunni.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira