Bílabúð Benna í Eyjum um helgina Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 09:45 Porsche Macan. Það er öruggur vorboði þegar Bílabúð Benna leggur land undir fót og þeytist með nýju bílana sína landshorna á milli. Snæfellsnes var heimsótt um síðustu helgi og nú bruna þeir með bílalestina til Vestmannaeyja og slá upp sýningu bæði laugardag og sunnudag, 17. og 18. maí. Til sýnis verða nýjustu bílarnir frá Chevrolet, en auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var nú á dögunum. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Það er öruggur vorboði þegar Bílabúð Benna leggur land undir fót og þeytist með nýju bílana sína landshorna á milli. Snæfellsnes var heimsótt um síðustu helgi og nú bruna þeir með bílalestina til Vestmannaeyja og slá upp sýningu bæði laugardag og sunnudag, 17. og 18. maí. Til sýnis verða nýjustu bílarnir frá Chevrolet, en auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var nú á dögunum. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent