Handboltaáhugamenn ætla að heiðra Hrafnhildi Skúladóttur, leikmann Vals, á leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.
„Við erum hvorki Valsarar né miklir handkastssérfræðingar en við erum hins vegar dyggir aðdáendur hinnar einu sönnu Hröbbu Skúla,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins í kvöld.
Ætlunin er að skapa góða stemningu í kvöld og standa upp á fjórtándu mínútu í báðum hálfleikjum og klappa fyrir Hrafnhildi.
Áhorfendur í Vodafone-höllinni, sem og sjónvarpsáhorfendur, eru hvattir til að gera slíkt hið sama.
Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Standa upp á fjórtándu mínútu fyrir Hröbbu Skúla
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford
Enski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið
Íslenski boltinn

Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“
Enski boltinn





Umdeildur VAR-dómur á Brúnni
Enski boltinn