Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir Stefán Árni Pálssoní Schenker-höllinni skrifar 27. apríl 2014 00:01 Haukar fagna sigri í dag. Vísir/Daníel Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira