Evran gæti gengið að ESB dauðu Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. apríl 2014 19:30 Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu. Þetta er mat eins kunnasta sérfræðings Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum. Hann hvetur Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið en halda sig víðs fjarri evrunni.Frakkinn François Heisbourg hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag um þann vanda sem kominn er upp í Evrópusambandinu vegna evrunnar. Hann gaf út bókina Endalok evrópska draumsins síðasta ári sem vakti nokkra athygli. Í bókinni rekur Heisbourg þann vanda sem fylgt hefur evrunni. Heisbourg er Evrópusinni en telur evruna geta leitt til upplausnar Evrópusambandsins. „Evran hefur, því miður, vegna þess að hún var tekin upp of fljótt, hún var tekin upp án pólitískra stofnana og án þeirra fjármálatækja sem nauðsynleg eru til að standa undir henni, neytt okkur til að taka upp stefnu sem hefur samdráttar- og sundrungaráhrif, bæði innan landa og á milli landa. Þetta var tilraun sem mistókst. Við verðum að hætta við þessa tilraun.,“ segir Heisbourg Heisbourg fullyrðir að Bretar hefðu ekki beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga haustið 2008 hefði Ísland verið í Evrópusambandinu. „Þið eruð ekki meðlimir í klúbbnum. Ef þið hefðuð verið í Evrópusambandinu 2008 hefðu Bretar aldrei virkjað hryðjuverkalögin. Slíkur þrýstingur hefði ekki verið notaður gegn ykkur.“ Heisbourg telur Íslendinga eiga fullt erindi inn í Evrópusambandið en mælir gegn því að tekin verði upp evra hér á landi. „Upptaka evru við núverandi aðstæður er nokkuð sem ég á mjög erfitt með að skilja. Sjáið hvernig löndum eins og Svíþjóð eða Póllandi vegnar. Þau er í Evrópusambandinu en ekki á evrusvæðinu. Þeim gengur mjög vel efnahagslega, félagslega og pólitískt, og þetta eru sönn Evrópuríki,“ segir François Heisbourg. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu. Þetta er mat eins kunnasta sérfræðings Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum. Hann hvetur Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið en halda sig víðs fjarri evrunni.Frakkinn François Heisbourg hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag um þann vanda sem kominn er upp í Evrópusambandinu vegna evrunnar. Hann gaf út bókina Endalok evrópska draumsins síðasta ári sem vakti nokkra athygli. Í bókinni rekur Heisbourg þann vanda sem fylgt hefur evrunni. Heisbourg er Evrópusinni en telur evruna geta leitt til upplausnar Evrópusambandsins. „Evran hefur, því miður, vegna þess að hún var tekin upp of fljótt, hún var tekin upp án pólitískra stofnana og án þeirra fjármálatækja sem nauðsynleg eru til að standa undir henni, neytt okkur til að taka upp stefnu sem hefur samdráttar- og sundrungaráhrif, bæði innan landa og á milli landa. Þetta var tilraun sem mistókst. Við verðum að hætta við þessa tilraun.,“ segir Heisbourg Heisbourg fullyrðir að Bretar hefðu ekki beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga haustið 2008 hefði Ísland verið í Evrópusambandinu. „Þið eruð ekki meðlimir í klúbbnum. Ef þið hefðuð verið í Evrópusambandinu 2008 hefðu Bretar aldrei virkjað hryðjuverkalögin. Slíkur þrýstingur hefði ekki verið notaður gegn ykkur.“ Heisbourg telur Íslendinga eiga fullt erindi inn í Evrópusambandið en mælir gegn því að tekin verði upp evra hér á landi. „Upptaka evru við núverandi aðstæður er nokkuð sem ég á mjög erfitt með að skilja. Sjáið hvernig löndum eins og Svíþjóð eða Póllandi vegnar. Þau er í Evrópusambandinu en ekki á evrusvæðinu. Þeim gengur mjög vel efnahagslega, félagslega og pólitískt, og þetta eru sönn Evrópuríki,“ segir François Heisbourg.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira