Sigur fyrir borgarbúa Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. mars 2014 19:40 Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs. Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 40 milljarða á síðasta ári. Árið 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur til leik aðgerðaráætlun, Planið svokallaða, til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Planið virðist vera að ganga upp. Orkuveitan fékk lán frá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011. Rekstur fyrirtækisins var þá í miklum ólestri. Aðgerðaráætlunin Planið var sett í gang og var stefnt að því að ná tilbaka 51 milljarði í lok árs 2016. Það hefur gengið vonum framar því nú er búið að ná meira en 80% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila. „Fyrirtækið var auðvitað í gríðarlegum vanda árið 2011 þegar við sjósettum áætlun okkar sem við köllum Planið. Það var fyrirséð að árið 2013 yrði erfiðast. Við erum komin standandi í gegnum það og staðið við allar okkar skuldbindingar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Rekstrarkostnaður lækkað gríðarlega Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um tæpa 39 milljarða á síðasta starfsári. Nettóskuldir nema 186 milljörðum í dag og hafa lækkað um 48 milljarða á síðustu fjórum árum. Horfur í rekstri Orkuveitunnar eru nokkuð bjartar að mati Bjarna en tekist hefur að lækka verulega rekstrarkostnað fyrirtækisins. „Rekstrarkostnaður hefur lækkað alveg gríðarlega og mun hraðar en við þorðum að vona. Auðvitað er fækkun starfsfólks hluti af því. Við höfum fækkað starfsfólki um 200 manns en það virðist ekki koma neitt niður á þjónustu fyrirtækisins,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er afar ánægður með rekstrarafkomu Orkuveitunnar og hrósar starfsfólki fyrirtækisins. „Það þurfti allt að ganga upp til þess að þetta ár gengi vel. Ég held að þetta sé sigur fyrir alla borgarbúa og eigendur orkuveitunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs. Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 40 milljarða á síðasta ári. Árið 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur til leik aðgerðaráætlun, Planið svokallaða, til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Planið virðist vera að ganga upp. Orkuveitan fékk lán frá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011. Rekstur fyrirtækisins var þá í miklum ólestri. Aðgerðaráætlunin Planið var sett í gang og var stefnt að því að ná tilbaka 51 milljarði í lok árs 2016. Það hefur gengið vonum framar því nú er búið að ná meira en 80% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila. „Fyrirtækið var auðvitað í gríðarlegum vanda árið 2011 þegar við sjósettum áætlun okkar sem við köllum Planið. Það var fyrirséð að árið 2013 yrði erfiðast. Við erum komin standandi í gegnum það og staðið við allar okkar skuldbindingar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Rekstrarkostnaður lækkað gríðarlega Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um tæpa 39 milljarða á síðasta starfsári. Nettóskuldir nema 186 milljörðum í dag og hafa lækkað um 48 milljarða á síðustu fjórum árum. Horfur í rekstri Orkuveitunnar eru nokkuð bjartar að mati Bjarna en tekist hefur að lækka verulega rekstrarkostnað fyrirtækisins. „Rekstrarkostnaður hefur lækkað alveg gríðarlega og mun hraðar en við þorðum að vona. Auðvitað er fækkun starfsfólks hluti af því. Við höfum fækkað starfsfólki um 200 manns en það virðist ekki koma neitt niður á þjónustu fyrirtækisins,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er afar ánægður með rekstrarafkomu Orkuveitunnar og hrósar starfsfólki fyrirtækisins. „Það þurfti allt að ganga upp til þess að þetta ár gengi vel. Ég held að þetta sé sigur fyrir alla borgarbúa og eigendur orkuveitunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira