Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 12:41 Mynd/Skjáskot Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00