Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 12:41 Mynd/Skjáskot Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00