Verða fjögur ný Evrópuríki til? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 11:33 Feneyjar. AP Photo Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira