Þriggja daga kapphlaup í óbyggðum Grænlands Baldvin Þormóðsson skrifar 27. mars 2014 10:39 Jakob lærði að smíða hundasleða í Grænlandi. Jakob Jakobsson „Við fluttum hingað, fjölskyldan, í ágúst en ég heyrði fyrst af þessari keppni í október og fannst spennandi að upplifa þessa mikilfenglegu náttúru á þennan hátt,“ segir Jakob Jakobsson sem er búsettur í grænlenska bænum Sisimiut en hann er einn þátttakenda í Arctic Circle Race-keppninni.Arctic Circle-keppnin er 160 kílómetra, þriggja daga kapphlaup á gönguskíðum um óbyggðir Grænlands. Keppnin er haldin í baklandi Sisimiut, fimm þúsund manna bæjar á vesturströnd Grænlands. Keppnin var fyrst haldin árið 1998 og er orðin einn af árlegum viðburðum vetraríþróttaheimsins. „Mig langaði að sjá staði sem eru algjörlega einangraðir frá amstri heimsins, það gefur manni eitthvað að upplifa þögnina, að vera á stað sem fáir aðrir hafa nokkru sinni komið á áður,“ Keppnin fer fram daganna 4., 5. og 6. apríl og hefur Jakob verið á stífum æfingum seinasta mánuðinn en fyrir hálfu ári hafði hann aldrei prófað gönguskíði. „Varla skíði heldur því ég hef alltaf verið á snjóbretti. Ég fékk síðan gönguskíði í jólagjöf og byrjaði að æfa mig,“ segir Jakob og bætir því við að það hafi ekki gengið neitt sérlega vel í byrjun. „Ég sá ekki fram á að verða nógu öruggur á skíðunum til að geta tekið þátt, en ég gafst ekki upp því mig langaði til þess að vera með,“ segir Jakob sem hélt áfram að fara út og hlaupa á skíðunum. „Stíllinn batnaði og ég fór að ná tækninni sem er stærsti parturinn af þessu,“ segir Jakob en þolið skiptir litlu máli ef þú kannt ekki að hlaupa á skíðunum. „Í lok febrúar var ég orðinn nógu öruggur með mig til að skrá mig í keppnina,“ segir hann. „Síðan þá hefur allt snúist um þetta.“Á köflum í kapphlaupinu getur hitastigið farið niður fyrir 30 stiga frost.Jakob JakobssonÞarf að vera með góðan búnaðKeppni af þessari stærðargráðu fylgir að vísu mikill kostnaður. „Keppnisgjöld eru eitt en svo þarf maður líka að vera með sem bestan mögulegan búnað,“ segir Jakob en keppnishaldarar rannsaka allan búnað keppenda fyrir mótið og synja þeim um þátttöku sem hafa ekki nægilega góðan búnað. „Búnaðurinn þarf að þola erfiðar náttúruaðstæður þar sem það getur verið 30 stiga frost á köflum,“ segir Jakob sem hafði samband við 66°Norður sem samþykkti að styrkja hann um allan fatnað sem hann þarf að nota í keppninni. „Partur af þessu er, jú, að líta vel út og fatnaðurinn þeirra hefur reynst mér mjög vel á undirbúningstímabilinu, en hér er einstaklega kalt þennan veturinn,“ segir Jakob. „Ég er ennþá að vonast til þess að eitthvað annað gott fyrirtæki á Íslandi sjái sér hag í að styðja mig hvað annan kostnað varðar.“ Átti bara að vera eitt skipti Jakob flutti ásamt konu sinni, Sóleyju Kaldal, til Grænlands, þar sem Sóley starfar sem menntaskólakennari, í lok síðasta sumars. „Lífið hérna er alveg yndislegt og hér er margt í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist,“ segir Jakob sem veiddi sitt fyrsta hreindýr á Grænlandi fyrr í vetur. „Við erum líka búin að læra að sauma í skinn og smíða grænlenskan hundasleða,“ „Ég ætlaði bara að læra á skíði til að geta tekið þátt og fá þessa upplifun,“ segir Jakob og bætir við að keppnin hafi bara átt að vera þetta eina skipti. „En ég er kominn með bakteríuna og hætti varla á skíðum eftir þetta,“ segir Jakob sem er svo sokkinn inn í skíðamenninguna að hann er byrjaður að horfa gömul skíðamyndbönd á netinu. „Nú horfir maður á klassíska endaspretti á YouTube og upplifir fræga gönguskíðkappa sem rokkstjörnur.“Jakob kann vel við sig í einangrun náttúrunnar.Jakob Jakobsson Tengdar fréttir Grænlendingar eru ekki búnir að uppgötva hvað þeir eru töff Hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson búa ásamt syni sínum í bænum Sisimiut í Grænlandi þar sem þau upplifa einstök ævintýr. 2. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
„Við fluttum hingað, fjölskyldan, í ágúst en ég heyrði fyrst af þessari keppni í október og fannst spennandi að upplifa þessa mikilfenglegu náttúru á þennan hátt,“ segir Jakob Jakobsson sem er búsettur í grænlenska bænum Sisimiut en hann er einn þátttakenda í Arctic Circle Race-keppninni.Arctic Circle-keppnin er 160 kílómetra, þriggja daga kapphlaup á gönguskíðum um óbyggðir Grænlands. Keppnin er haldin í baklandi Sisimiut, fimm þúsund manna bæjar á vesturströnd Grænlands. Keppnin var fyrst haldin árið 1998 og er orðin einn af árlegum viðburðum vetraríþróttaheimsins. „Mig langaði að sjá staði sem eru algjörlega einangraðir frá amstri heimsins, það gefur manni eitthvað að upplifa þögnina, að vera á stað sem fáir aðrir hafa nokkru sinni komið á áður,“ Keppnin fer fram daganna 4., 5. og 6. apríl og hefur Jakob verið á stífum æfingum seinasta mánuðinn en fyrir hálfu ári hafði hann aldrei prófað gönguskíði. „Varla skíði heldur því ég hef alltaf verið á snjóbretti. Ég fékk síðan gönguskíði í jólagjöf og byrjaði að æfa mig,“ segir Jakob og bætir því við að það hafi ekki gengið neitt sérlega vel í byrjun. „Ég sá ekki fram á að verða nógu öruggur á skíðunum til að geta tekið þátt, en ég gafst ekki upp því mig langaði til þess að vera með,“ segir Jakob sem hélt áfram að fara út og hlaupa á skíðunum. „Stíllinn batnaði og ég fór að ná tækninni sem er stærsti parturinn af þessu,“ segir Jakob en þolið skiptir litlu máli ef þú kannt ekki að hlaupa á skíðunum. „Í lok febrúar var ég orðinn nógu öruggur með mig til að skrá mig í keppnina,“ segir hann. „Síðan þá hefur allt snúist um þetta.“Á köflum í kapphlaupinu getur hitastigið farið niður fyrir 30 stiga frost.Jakob JakobssonÞarf að vera með góðan búnaðKeppni af þessari stærðargráðu fylgir að vísu mikill kostnaður. „Keppnisgjöld eru eitt en svo þarf maður líka að vera með sem bestan mögulegan búnað,“ segir Jakob en keppnishaldarar rannsaka allan búnað keppenda fyrir mótið og synja þeim um þátttöku sem hafa ekki nægilega góðan búnað. „Búnaðurinn þarf að þola erfiðar náttúruaðstæður þar sem það getur verið 30 stiga frost á köflum,“ segir Jakob sem hafði samband við 66°Norður sem samþykkti að styrkja hann um allan fatnað sem hann þarf að nota í keppninni. „Partur af þessu er, jú, að líta vel út og fatnaðurinn þeirra hefur reynst mér mjög vel á undirbúningstímabilinu, en hér er einstaklega kalt þennan veturinn,“ segir Jakob. „Ég er ennþá að vonast til þess að eitthvað annað gott fyrirtæki á Íslandi sjái sér hag í að styðja mig hvað annan kostnað varðar.“ Átti bara að vera eitt skipti Jakob flutti ásamt konu sinni, Sóleyju Kaldal, til Grænlands, þar sem Sóley starfar sem menntaskólakennari, í lok síðasta sumars. „Lífið hérna er alveg yndislegt og hér er margt í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist,“ segir Jakob sem veiddi sitt fyrsta hreindýr á Grænlandi fyrr í vetur. „Við erum líka búin að læra að sauma í skinn og smíða grænlenskan hundasleða,“ „Ég ætlaði bara að læra á skíði til að geta tekið þátt og fá þessa upplifun,“ segir Jakob og bætir við að keppnin hafi bara átt að vera þetta eina skipti. „En ég er kominn með bakteríuna og hætti varla á skíðum eftir þetta,“ segir Jakob sem er svo sokkinn inn í skíðamenninguna að hann er byrjaður að horfa gömul skíðamyndbönd á netinu. „Nú horfir maður á klassíska endaspretti á YouTube og upplifir fræga gönguskíðkappa sem rokkstjörnur.“Jakob kann vel við sig í einangrun náttúrunnar.Jakob Jakobsson
Tengdar fréttir Grænlendingar eru ekki búnir að uppgötva hvað þeir eru töff Hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson búa ásamt syni sínum í bænum Sisimiut í Grænlandi þar sem þau upplifa einstök ævintýr. 2. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Grænlendingar eru ekki búnir að uppgötva hvað þeir eru töff Hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson búa ásamt syni sínum í bænum Sisimiut í Grænlandi þar sem þau upplifa einstök ævintýr. 2. nóvember 2013 07:00
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“